þriðjudagur, maí 30, 2006

Greskersfræðin


Hér er sýnishorn af graskerjafræðum ameríkumanna.
Þetta er svona til gamans.
Ég er á heimleið úr vinnu og á morgun eru skólaslit og óvissuferð sem þó er nokkur óvissa um að ég komist í !

Endurvinnsla og hönnun

2 stór áhugamál mín koma saman í einu.
Ég er að safna myndum af sniðugum lausnum.
Hér er sýnishorn úr safninu.
:

mánudagur, maí 29, 2006

Undir miðnætti...



Eyþór er enginn alki !



Svona er ég !

Siðasti manudagurinn i Hvolsskola



Ó, já. Og nú hefi ég lokið við að færa inn ALLAR einkunnir ! Jibbí.
Þá get ég farið áhyggjulaus í sundleikfimina á eftir. Það er glampasól en ekkert of hlýtt hér á Hvolsvelli.

sunnudagur, maí 28, 2006

Kosningar að baki

Það vakti athtygli mína að í Grímsey var ekki ein einasta kona kosin til að stjórna sveitarfélaginu. Ekki einu sinni sem varamaður ! Þetta vakti undrun og hneykslan hjá mér. Er einhver hér kunnugur í eynni sem að getur útskýrt þetta ?

Hins vegar fór það svo að í Rangárþingi eystir , þá eru þar 4 konur og 3 karlar sem er betra en víðast hvar annars staðar.

föstudagur, maí 26, 2006

Föstudagur til fjar ?

Mun ég hreppa stóra lottóvinninginn á morgun ? Eða mun mér takast að klára að færa inn allar einkunnir í dag ?
Það síðast nefnda er reyndar markmið dagsins og því hef ég ákveðið að vera eins lengi í vinnunni í dag og þurfa þykir.

Klukkan er orðin hálf fimm , eða hér um bil og ég er alveg viss um að ég verð dauð í kvöld ! Ég ætla samt að gera meira. Skipta um stað í skólanum. Taka smá göngutúr og vinna annars staðar í byggingunni. Hér er þráðlaust net og þar sem þeir eru sem að ég ætla að vinna með, þangað fer ég. Eða ég þarf að vera ein, þá finn ég mér stað þar sem enginn er.

18:18

I´m very, very tired ! Augun sérstaklega enda er ég búin að sitja við tölvu í n okkra klukkutíma að skrá einkunnir og verkefni í mentor. Ég er ekki búin og verð að sætta mig við það. Ég verð því að taka með mér einn bunka heim og vinna á morgun. Það er í lagi þar sem að hægt er að skrá í mentorinn hvar sem er og því hæg heimatökin hjá mér. Ég þarf hins vegar að beita mig meiri aga til vinnu heima en hér í skólanum. En þar sem það er 60 km keyrsla fram og til baka í vinnuna þá kýs ég að vinna heima á morgun. Það er hins vegar mottó hjá mér að gera sem minnst vinnutengt heima hjá mér ein auðvitað verður maður að gera undartekingu frá því þegar svona stendur á.

Mikið svakalega ætla ég að vera löt í kvöld ! Ég sé Lazy boy-inn hennar ömmu í hyllingum ! Ég ætla ekkert að gera og ef að ég dotta fyrir framan imbann, þá SO BE IT !
Það er í lagi að þreytast aðeins. Maður verður bara fegnari þegar allt þetta verður búið. Viku héðan í frá verð ég komin í sumarfrí ! Svo byrja ég aftur í kringum 10. ágúst en þá í allt öðrum skóla. Ég verð að kenna myndmennt í 1. til 5. bekk.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Meira kaffi !

Ég sagði frá espressobollasöfnun minni í gær. Margir þekkja kaffiástríðu mína. Það er ekki bara bragðið og félagsskapurinn, það sem heillar er allt í kringum sælkerakaffi, það er allt svo fallegt og kaffi er svo fallegt á litinn og spennandi.
Ég er núna á Kaffi Krús á Selfossi. Eina netkaffi Suðurlands. Kaffið hér er gott, hefur batnað við eigendaskipti og staðurinn orðinn reyklaus líka sem er nú ekki verra.
Ég er svo syfjuð að ég býst við að ég gæti drukkið annan bolla til en við sjáum nú bara til með það.

Ég fór í Vallaskóla í dag og skrifaði undir samning hjá stjóranum. Ég mun kenna myndmennt í 1. - 5. bekk, gangi allt eftir. Það er alltaf í skólastarfi að það getur þurft að hagræða fram á síðustu stundu en annars er þetta nokkurn veginn svona og er ég alveg hæstánægð. Mér líst mjög vel á þennan aldur og að vera með fleiri en einn bekk af hverjum aldri.

Ég ætla að gista, í fyrsta skipti, hér á Selfossi. Við erum með gamlan bedda í Réttarholtinu sem er frá ömmu og afa (sigló slektið). Ég svaf á honum all oft hjá þeim hér á árum áður. Núna er ég eldri og slappari og það er beddinn einnig ! Ég læt mig nú hafa það í eina nótt. Svo kemur Guðmundur á morgun og við reynum eitthvað að dúttlast í húsinu við að undirbúa málningarverkið sem framundan er.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Kaffiflakk a netinu

Ég er búin að finna kaffivél sem að ég held að flestir kúabændur gætu sætt sig við ! Það er þessi hér;

Upphaf kaffiflakks míns var sú staðreynd að ég hef verið að íhuga að taka aftur upp söfnun á espresso kaffibollum sem hefur legið í dvala í nokkur ár. Ég er nú að flytja og plássið eykst og þeir í Ikea eru svo sætir í sér að þeir eru farnir að framleiða skápa sem munu hentar mér fullkomlega til að stilla bollum í. Ég á smá safn sem að ég hef keypt í sjálf og svo fengið gefins líka og á þar ein ónefnd vinkona stærstan þátt í því. Gott að eiga vini sem að eru fagurkerar og ferðast oft til útlanda !

Þriðjudagur til ..... þolimoðra

Jæja, jæja. Ekki hefur hlýnað mikið. En það er hins vegar dásamlegt gluggaveðrið.
Eftir viku verður skólinn búinn og á föstudaginn í næstu viku verð ég komin í sumarfrí.
Á fimmtudaginn er frí og á morgun verð ég á Selfossi og er jafnvel að hugsa um að gista þar !
Er ekki alveg viss, beddinn sem að ég er með þar er kominn til ára sinna og það er ég reyndar líka !
Maður þolir ekki hvaða fleti sem er, nú orðið !


Verið ekki feimin við að tjá ykkur á mínum síðum !!!

mánudagur, maí 22, 2006

Mig vantar styrk

Ég er ekki svona brosandi eins og hún Amy hér á myndinni. Ég er , ásamt starfsfélaga mínum, að fara yfir stóran bunka af vinnubókum og ég er alveg að klébera. Mig vantar styrk til að klára !
Það var gott að finna þessa brosandi mynd. Ég ætlaði að finna meiri fýlumynd en þetta er meira við hæfi og betur til þess fallin að hressa mann við !

laugardagur, maí 20, 2006

Minni a Opið Hus

Já, við Guðmundur verðum bæði á Selfossi á morgun. Á milli 12 og 17 verðum við í Réttarholti 14 að dunda okkur.

Foreldrar mínir gistu hér í nótt. Í húsbílnum á hlaðinu eins og alltaf. Það er ekki skrýtið að bíllinn sá skuli stundum vera kallaður "Núpshjáleigan" !

Veðrið er gott en mjög svalt. Ég fór út og klippti nokkur tré í neðri garðinum og mér varð ansi kalt af því enda í fullum sumarherklæðum, berfætt og berhent.

föstudagur, maí 19, 2006

Finn frjadagur.

Í dag verður opnuð Apple búð í NY. Það er neðarnjarðarverslun sem að verður opin alla daga og allan sólarhringinn. Glerteningurinn er inngangurinn. Ansi flott, gaman fyrir þá að skoða sem h eimsækja Us of Apples.

Ég er enn að semja próf, var að fatta að prófin byrja á þriðjudag en ekki mánudag. Mánudagurinn var alveg stimplaður inn í mig en ég er samt marg búin að fara yfir próftöfluna ! Það ruglar mig svolítið að 10. bekkurinn er búinn og verður í DK á mánudaginn.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Alltaf a sloðum Njalu

Ég var að koma úr Njáluferð með tíunda bekk og var það mjög skemmtilegt. Veðrið var frábært. Sólríkt og yndislegt. Núna er hins vegar orðið skýjað en engu að síður viðunandi veður.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Opið hús á sunnudaginn

Ég verð á Selfossi á sunnudaginn að undirbúa undir málningu. Þeir sem að eru mest forvitnir er boðið að líta inn. Ég er með kaffi, te og málningarteip. Borð og stóla en ekki aðrar mublur.
Heimilisfangið er Réttarholt 14. Þið beygið til hægri hjá Byko og svo fyrstu götu aftur til hægri og strax aftur til hægri og þá eruð þið komin í Réttarholt. Húsið er svo strax til vinstri. Gult og flöskugrænt (jakk)

Ég veit ekki enn hvort að Guðmundur verði með. Það á eftir að koma í ljós.
Ég mun segja frá því um leið og að fyrstu fréttir berast.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Mikið að gera i profastandi......



Ég hef alltaf verið voðalega hrifin af MAD þangað til núna !

mánudagur, maí 15, 2006

Mánudagur til máttar

“Men who have pierced ears are better prepared for marriage. They've experienced pain and bought jewelry.”

laugardagur, maí 13, 2006

At elske sig selv er begyndelsen på en livslang kærlighedshistorie.

Ó bóy, húsið er meiriháttar !
Svo fór ég um kvöldið út að borða með kennurum. Ekki dropi af áfengi en
hausverkur samt í dag. Svona er lífið.
Ég er hér í skólanum að reyna að klára íslensku- og dönskupróf fyrir mánudaginn.
Ég varð að fara svo snemma í gær, vegna spennu, að ég verð að vinna það upp núna.

Veðrið er frábært hér á Hvolsvelli en heima var bara skýjað og blautt....+


18:54
Það er ennþá glampandi sólskin á Hvolsvelli. Núna er ég loksins búin og get haldið heim á leið....

föstudagur, maí 12, 2006

Í friminutunum

Ég bara verð að blogga núna. Ég er alveg að FARAST ÚR SPENNINGI yfir því sem er að gerast í dag.
Þetta helltist bara yfir mig upp úr kl. 9:00. Í gær þá hentum við Guðmundur einhverju dóti í kassa og áður en varði þá vorum við komin með fullan kassa og stóran innkaupapoka af ýmsum munum sem að við ætlum að "flytja inn" með í Réttarholtið í dag. Það er smá dót ýmislegt sem nauðsynlegt er að hafa í hverju húsi.
Hraðsuðuketill og kaffi, salt og fleira smálegt. Við fáum gesti strax í dag. Það eru óþolinmóðustu ættingjarnir sem koma og skoða slotið með okkur.
Ég hef aldrei keypt húseign áður á ævinni svo að þetta er frumraun mín í húsakaupum !

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ari eldri

Þeir sem að eiga afmæli í dag eru: Lukka hin dásamlega sem er þriggja ára í dag.
Og svo er það Eymundur sem er forty something í dag. Svo er eitthvað íþróttafélag í Sollinum sem á afmæli.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!!



þriðjudagur, maí 09, 2006

NEWS FLASH

NÝJASTA NÝTT.: Við fáum húsið afhent á föstudaginn !!



mánudagur, maí 08, 2006

Goðar makka auglysingar

Alveg fanta fínar auglýsingar. NEMA HVAÐ ! VERST að bloggspott vill ekki leyfa mér að setja hér inn myndir !!
Hér er linkurinn:

http://www.apple.com/getamac/

Það er ansi hlytt her a Hvolsvelli

Hlýtt er hér hlýtt er þar, hlýtt er alls staðar.
Vona ég.

Bara vika þangað til að við fáum húsið !

Vinsæl bilastæði...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sundleikfimi

Ég fór í sundleikfimina í gær þrátt fyrir frekar óhagstæð veðurskilyði. Það var óvenju erfitt að ráða við verkefnin og mann rak alltaf eitthvert út í buskann. Meirað segja ég fauk.
Þrátt fyrir þetta hef ég mikla trú á sjálfri mér hvað sundfimina varðar og hef miklar vonir um að breytast jafnvel í nútíma Esther Williams er fram líða stundir !




Í morgun var samræmt próf í ensku og var það fínt próf. Hlustunin var ekki auðveld , fannst mér þó.
Það er ótrúlegt hvað rödd og talandi þulsins getur haft áhrif. Svo þarf að ritskoða öll próf áður en maður leyfir þeim að skila því eins og þekkt er , þá eru Íslendingar ekki klárir í því að fara eftir fyrirmælum !

miðvikudagur, maí 03, 2006

Langamma

Dagurinn í dag er afmælisdagur langömmu minnar, Þorfinnu Sigfúsdóttir. Hún var fædd 1903 og því eru 103 ár frá fæðingu hennar. Hún var karakter í meira lagi og gekk oft undir nafninu Gamla Ljónið.


Á laugardaginn verður megrunarlausi dagurinn haldinn í fyrsta skipti á Íslandi. MÉR FINNST ÞETTA FRÁBÆRT KONSEPT !!!
Ég get sagt það af biturri reynslu að það er ekkert sem hefur reynst mér eins fitandi og að fara í megrun !!!
Megrun er meira fitandi en brúna drullan. Ég ætti að vita þetta.

Flott fra Tekko

Ég fann þessa skvæslegu "kristals" ljósakrónu í gær. Hún er frá kastala í Tékklandi svo að það mætti jafnvel kalla fyrirbærið kristalsljósakrónu en reyndar má sjá að hún er úr mannabeinum.... böh.
Kastalinn heitir Kutna Hora og er frægur fyrir skreytingarnar !

Ég er nú bara með 2 nemendur sem að ekki taka samræmd próf. Hinir eru í félagsheimilinu og svitna þar yfir fyrsta prófinu.