föstudagur, júní 30, 2006

Myndir ur afmælinu

Lukka og Gísli í garðinum. Þau eru afar góðir vinir og Gísli má tuskast með hana eins og hann vill.
Katrín og Lukka í garðinum hjá Fanneyju.
Hér má sjá frændsystkinin Ingibjörgu og Gísla sem að eiga sama afmælisdag og eru ofsalega fínir vinir.


Úr eldhúsinu: Elísabet, Gísli , Imba, Katrin og María.

Frökenin sjálf, orðin átta ára.

Eg er typan sem profar svona "bull"

the Idiot Savant
(23% dark, 53% spontaneous, 47% vulgar)
your humor style:
VULGAR | SPONTANEOUS | LIGHT




You like things silly, immediate, and, above all, outrageous. Ixne on the subtle word play, more testicles on fire, please. People like you are the most likely to RECEIVE internet forwards--and also the most likely to save them in a special folder entitled 'HOLY SHIT'.



Because it's so easily appreciated, and often wacky and physical, your sense of humor never ceases to amuse your friends. Most realize that there's a sly intelligence and a knowing wink to your tastes. Your sense of humor could be called 'anti-pretentious'--but paradoxically enough, that indicates you're smarter than most.


PEOPLE LIKE YOU: Johnny Knoxville - Jimmy Kimmel






The 3-Variable Funny Test!

- it rules -




If you're interested, try my best friend's best test:
The Genghis Khan Genetic Fitness Masterpiece





My test tracked 3 variables How you compared to other people your age and gender:
free online datingfree online dating
You scored higher than 4% on darkness
free online datingfree online dating
You scored higher than 61% on spontaneity
free online datingfree online dating
You scored higher than 74% on vulgarity
Link: The 3 Variable Funny Test written by jason_bateman on OkCupid Free Online Dating, home of the 32-Type Dating Test

fimmtudagur, júní 29, 2006

Lukka fer í bæjarferð

Jæja, við stöllurnar Lukka og ég, lögðum af stað í bæjarferð um tvöleytið í dag.
Hún hefur ekki áður farið að heiman og aldrei í svona langa bílferð. Ekki síðan hún
var hvolpur og ég sótti hana í Laugarás.
Ég þurfti að koma við í Landsbankanum á Hvolsvelli og ég ákvað að hleypa henni út úr bílnum til að viðra hana. Hún ætlaði að koma með mér inn en var aum að fá það ekki.
Ég var svo stressuð yfir að skilja hana eftir eina úti að ég var friðlaus á meðan ég var þar inni. Hún hélt sig fast við bílinn því að hann þekkir hún vel. Hún var stressuð og vældi í mér þegar ég kom út. Hún lét mig sko vita að hún væri ekki ánægð með að vera yfirgefin á ókunnum stað. Ég ákvað því að skilja hana eftir í bílnum þegar ég fór í Kjarnann á Selfossi til að kaupa hundadótt í dýrabúðinni þar. Ég taldi að henni myndi líða betur í bílnum. Ég keypti ól , öryggisbelti og hundanammi sem hún lítur svo ekki við !!!

Hún var auðvitað stjarnan í afmælinu og mikil hamingja hjá börnunum að fá hana í heimsókn. Hún gat alveg farið frá mér þarna þar sem að það var svo mikið að fólki til að dúllast í henni. Það var eins og ég hélt hún fílar sig vel og er innilega þægileg og róleg og ekki heyriðist í henni bofs. Ekki þarna inni um marga kunnuga.
Pabbi fór með hana í hjólreiðatúr áðan og gekk það mjög vel. systir mín er komin ásamt katrínu til að fara með okkur í göngutúr.

E. göngutúr:

Það var gaman að fara rúnt um vesturbæinn minn gamla með Fanneyju, Katrínu og Lukku. Þegar við vorum komnar til baka ákvað ég að fara á bílnum til í Skólagerðið að sækja nýju myndavélina hans pabba sem hafði gleymst þar. Ég ýtti Lukku frá mér og skellti á nefið á henni. Ég var varla búin að vera eina mínútu í Skólagerði þegar að mamma hringdi af því að Lukka var alveg ómöguleg og að mamma var að fara greinilega á taugum af meðaumkun. Hún er svo góð og má ekkert aumt sjá. Pabba tókst eitthvað að róa hana en hún var verulega ánægð þegar ég kom tilbaka. Hún er ekki tilbúin í pðssun kerlingargreyið. Ég fékk alveg hland fyrir hjartað
að leggja svona mikið á hana á einum degi !!! Ef ég stend upp til að færa mig um stað í h úsinu eltir hún mig til að athuga hvert ég sé að fara ! Hún er eins og skuggi minn !

miðvikudagur, júní 28, 2006

Heima er bezt

Það finnst nú flestum en ég sigldi hér í hlað í kvöld við mikinn fögnuð Lukku minnar. Maður getur alltaf treyst því að vel sé á móti manni tekið þegar maður kemur heim. í því er hún sérfræðingur og Guðmundir fremri.
Ég fer að vísu aftur á morgun og þá í Kópavoginn þar sem að halda á upp á 8 ára afmæli Katrínar Bjargar. Já, að hugsa sér. Snótin stækkar líka hratt í takt við asa tímans og er orðin 137 cm á hæð. Hvar endar þetta spyr maður sig.
Allt er fallega grænt hér undir fjöllunum og yljar það manni um hjartarætur að koma heim í slíka "hlýju" sem grænkan er.

mánudagur, júní 26, 2006

Goð kaup og enn þa betri felagsskapur

Jæja, mér finnst svosem ekkert hafa gerst hjá mér síðan síðast en mér gengur afar hægt með að mála. Eftir að pabbi fór þá hef ég bara klárað svefnherbergið. Ég er með ganginn næstum því alveg tilbúinn undir málningu. Búin að sparsla og pússa og plasta. Ég hafði hugsað mér að skella mér í þetta í kvöld að mála fyrstu umferð, það er þó ekki öruggt því að klukkan er orðin margt og ég enn í Kópavogi þannig að það bíður sennilega til morguns.
Ég svaf yfir mig, ef svo má segja, og var með hausverk annan daginn í röð og komst í eitthvað óstuð og í stað þess að vera í óstuði á Selfossi og ekki gera neitt nema að vera í sjálfsvorkunn þá dreif ég mig í bíltúr í vesturátt og endaði í Ikea. Þar gerði ég smá innkaup í húsið ekkert mikið. En þaðan hélt ég í Góða hirðinn því þar hafði ég séð afar ódýra matardiska og mig vantar meira leirtau í Réttarholtið. Jæja, þetta verð nú ferð til fjár því að ekki aðeins fann ég diska heldur einnig bráðskemmtilegan spegil á þúsund kall og æðislegt eldhúsborð á 3000 kall !!!
Ansi gaman bara og er þetta allt úti í bíl á meðan ég er í kaffi með 2 skemmtilegum vinkonum sem að ég hitti því miður ekki oft þannig að gleðin er mikil.

Ég er svolítið óþolinmóð, víldi óska að ég væri kröftugri og hraðvirkari en ég er það ekki og verð að sætta mig við það og ég er bara eins og ég er eins og kvað hinn mæti frakki, Jacques Prevert. "Je suis comme je suis et je suis fait comme ca." (Ég er eins og ég er og ég er þannig gerð)
Nú er ég hjá Fanneyju og er búin að leika alls konar dýr, eins og nashyrning, krókódíl og ref með Gísla sem er alla daga að leika dýr og vill borða mann og er bara fyndinn. Þetta hefur verið góður dagur.

sambandsleysi við "umheiminn"

Ég trúi því varla að það sé komin heil vika síðan ég bloggaði !
En ég er ekki með netttengingu á Selfossi en er alvarlega að spá í það að fá mér slíkt sem fyrst þó svo að ég sé ekki alveg flutt því að ég nota það svo mikið !
Ég þarf því að setjast niður hjá systur minni að skrifa svolítið hér því að núna er ég hjá vinkonu.

miðvikudagur, júní 21, 2006

ennþa miðvikudagur....

...og ennþá mikil blíða !
Ég skrapp hingað á Kaffi Krús eftir fund. Ég þurfti nauðsynlega að komast á netið og ekki var verra að fá sér gott latte.
Ég uppgötvaði að ég gleymdi kaffigræjunum í sveitinni og nenni því ekki að laga kaffi þegar ég kem í Réttarholtið. Reyndar er ég þar með espressokönnu þannig að ég er í raun í góðum málum.
Það er alveg hrikalega mikil braslykt hér !!! PUFF. Svo er hálfgerð saumaklúbbsstemning líka því að hér eru nær eingöngu konur.



Svo er ég hérna með einn skemmtilegan tölvubrandara fyrir konur og karla. Ég fann hann að tilviljun þegar ég var að leita að mynd fyrir frænku mína. Þetta gerist nú ekki á makka get ég sagt ykkur !
En að öðru ;

Já , núna er ég á Núpi
og syng svo glöð og kát
----------------
----------------

Það vantar enn botn á þetta vísubrot. Þetta var nú grín en samt mega alveg fleiri skilja eftir "comment" til mín. En c´est la vie. Tout va bien et le soleil brille !

Miðvikudagur

Já, ég var að uppgötva að það er miðvikudagur í dag. Ég var enn í þriðjudegi og varð bara hissa þegar ég gerði þessa uppgötvun ! Ein ferlega utan við sig. Veðrið er yndislegt og fátt annað um það að segja. Ég fer á Selfoss í kvöld á fund og svo veit ég ekki meir, ætli ég noti ekki ferðina til að klára svefnherbergið.
Ég birti hér stolna mynd af Wednesday Adams úr Adams fjölskyldunni í tilefni dagsins. Annars mun þetta vera lengsti dagur ársins.....

þriðjudagur, júní 20, 2006

Endelig hjemme

Já , núna er ég á Núpi
og syng svo glöð og kát
........ og botnið svo !

Áskorun mín til ykkar í dag. Leynast hagmæltir lesendur þarna úti ? Ekki hún ég , það er víst.
Í gærkveldi fór ég út að borða með kvenfélagskonum í tilefni dagsins. Nú er ég hætt, sagði ég við Guðmund.
Svo þegar ég kom heim sagði ég, ég get ekki hætt ! Þær eru að fara til útlanda !!!
Í stað þess að puða og halda árshátið var ákveðið í samráði við kvenfélagið Fjallkonuna undir Austurfjöllunum, að fara að kanna með helgarferð til útlanda fyrir kvenfélagskonur....
Svona er maður nú merkilegur. En ég get nú alveg hætt í kvenfélaginu samt og farið líka í helgarferð.
ó það er farið aftru að rigna !

sunnudagur, júní 18, 2006

Sunnudagsruntur i Reykjavikinni

Jæja, nú situr maður hér með móður sinni og systur á Kópavogsbrautinni. Við mæðgur ætlum að skreppa saman í Ikea. Pabbi og Gísli eru úti að slá. Hann er alger afastrákur drengurinn, svo er hann gífurlega duglegur og virkur. Alltaf að og alltaf brosandi.
Það gekk ágætlega hjá mér að mála í gær, ég kláraði eina umferð á loft og veggi á hjónaherberginu. Hin herbergin og eldhúsið eru búin. Algert puð en ég heppin að hafa hann pabba, Guðmundur getur ekki svo mikið verið að mála eins og gefur að skilja.

föstudagur, júní 16, 2006

Ískapurinn kominn inn i bil

Guðmundur er bara að skola af sér og ég nota tækifærið til að pára. Verð samt að vera snögg.
Núps drifið er ávallt á Guðmundi og þá er hann tilbúinn áður en maður er búinn að snúa sér í hálfan hring.
Einu sinni sagði kona við mig á námskeiði, Hey það vantar nú alveg hraðaelementið í þig.
Við vorum að mála og þessi góða kona kláraði mynd á einu kvöldi en ég var í margar vikur, og rúmlega það , að mála
kúlumyndina mína. Ég var að vanda mig og njóta þess sem að ég var að gera. Jæja, þetta á frekar við mig í dag.
Ég var mjög rösk hér áður fyrr en er farin að þurfa miklu meiri tíma í því að undirbúa mig, ég rýk ekki lengur af stað eins og fyrrum. Nú tala ég eins og gömul kona, he he. Ég var ansi rösk að ná í Kópavogsstrætó á Kópavogsbrautinni forðum daga.
Hann er tilbúinn. Bless í bili.

Heim að sækja karlinn

Jamm, ég er með blogg fráhvarf e. örfáa daga !
Vð pabbi höfum verið bærilega dugleg að mála og eru nú 2 herb og eldhús tilbúið. Það á aðeins eftir að skella loka umferðinni á veggina í kökkinu.
Við hefjumst svo handa á morgun við "the master bedroom" með Guðmund okkur til fulltyngis.
Við tökum líka ísskáp (ef hann passar inn í bílinn) og þá getur maður sagt að við séum fær í flestan sjó þarna í réttarholtinu.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Katrin hlustar a Nancy

Ég á einn disk með Nancy Sinatra og Systurdóttir mín er afar hrifin af þessari tónlist.
"Hún syngur nú ekkert sérstaklega vel, en tónlistin er ferlega skemmtileg."

Við erum að fara á Selfoss. Pabbi ætlar að koma í dag og vera í tvo daga að mála. Ég ætla að vera með honum þessa tvo daga og skila Katrínu, tímabundið. Ég fer með rúm með mér því að ég hef sofið illa þarna á ferðarúmi frá ömmu og afa. Það gengur bara ekki.

mánudagur, júní 12, 2006

ó boy

Það er búið að mála heilt herbergi í Réttarholtinu, hvorki meira né minna.
Hjálparsveitin úr Kópavogi kom og hjálpaði mér, með Einar verkstjóra í broddi fylkingar.
Guðmundur komst ekki vegna þess að kýr í fjósinu var að bera og því þurfti hann að vera heima.
Ég gisti í nótt á Selfossi og Guðmundur og Katrín komu og sóttu mig í dag.

laugardagur, júní 10, 2006

Laugardagur til lukku

Við erum væntanlega að fara að mála á morgun í Réttarholtinu. Loksnins eða þannig. Við verðum að taka þetta í skrefum, við getum bara verið í ca fimm tíma í hvert skipti, því að við verðum alltaf að vera komin heim fyrir klukkan sex eins og gefur að skilja. Ef að einhver vina okkar eða ættingja er iðjulaus þá er þeim hinum sama velkomið að koma og mála með okkur.
Aðrir málningardagar hafa ekki verið settir á kortið enda verður að taka einn dag í einu í búskapnum. Ég vei ekki með málningarpartý, það væri þá kannski þegar mála þarf húsið að utan því að það þarf að gerast hratt og örugglega, ikke oss ?
Svo er ég á báðum áttum hvort að frökenin verði hér áfram eftir reiðnámskeiðið. Hún þjáist af miklum mótþróa greyið, og vill alls ekki láta "skipa sér fyrir" eins og henni finnst að ég geri. Ég sendi hana heim ef að hún fer ekki eftir okkar reglum. Ég er búin að tala um það og ætla að standa við það.

föstudagur, júní 09, 2006

Kunum hleypt ut i dag.

Í dag var dagurinn loksins kominn. Þetta er í síðasta skipti sem að þeim er hleypt út hér á Núpi.
Í síðasta skipti sem að þeim er hleypt út í fyrsta skipti.
Hjlómar þetta ekki sérkennilega !!
Það hefur verið einstaklega hlýtt í dag og við Katrín skárum niður rabbabarann og dreyfðum honum yfir beðin til að kæfa arfann. Síðan aðstoðuðum við Guðmund við að smíða og koma upp einu hliði.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Morgunkaffi i Kopavogi

Ég er í morgunkaffi hjá mömmu. Það er hrikalega kósý og veðrið er ljómandi gott. Það er svo fínt að dingla sér í sollinum. Ég er að fara að útrétta og vesenast.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Í eldhusinu hja systur minni.


Ég er komin í sollinn til að fjárfesta í málningu. Við ætlum að byrja að mála um næstu helgi.
Við systur sitjum hér við eldhúsborðið í sitthvorri tölvunni og leitum að bíl handa henni og familíunni.
Bíll sem má helst ekki kosta neitt !!!

Andvaka

þriðjudagur, júní 06, 2006

Þriðjudagsmorgunn

Það er ekki alveg hætt að rigna hér. Í morgun hélt ég að það yrði sól og gott í dag. Sólin skein glatt og það var enn þurrt og hlýtt þegar ég lagði af stað með Katrínu í Skálakot rétt um kl. 9.
Útlitið er samt nokkuð gott og mikið hefur grænkað hjá okkur ! Það er alveg dásamlegt hreint.
Hér var gestkvæmt í gær. Óli og Sigurlaug komu, og svo e. hádegi Úlfar frændi Guðmundar og kona hans með yngri dótturina. Sannkölluð gestahelgi hjá okkur og greinilegt að sumarið er komið.
Ég hef verið hálf löt eða vanvirk um helgina en er þó farin að elda mat handa heimilisfólki. Það er þó meira stuð í mér í dag því að stundum verð ég orkurík á því að gera ekkert í smá tíma. Það safnast upp orkan.

sunnudagur, júní 04, 2006

Sunnudagur - seinni hluti

Þá er frökenin og bóndinn komin út í fjós. Þá er þetta eins og það á að vera.

Það var mikill gestagangur á Selfossi hjá okkur en við náðum samt að dúllast eitthvað og Guðmundur sló garðinn. Þetta gengur hægt en það er nú bara allt í lagi.

Sunnudagur til sælu

Jæja, nú er að deyja eða drepast , eins og Geirharður Markgreifi sagði um árið.
Ég var að lesa blogg Eymundar, vinar okkar, og hann skrifar á hverjum degi heilmikla lýsingu á deginum.
Hann vinnur 20 sinnum meira en ég en gefur sér samt tíma. Þegar hann sefur út þá fer hann á fætur kl. 9 !
Fyrirmyndar piltur í alla staði. Við erum á sitt hvorum endanum í virkni, hann ofvirkur og ég vanvirk !
Hvað um það. Við Guðmundur erum að útbúa okkur til ferðar á Selfoss. Þar ætlum við að vera í dag og halda áfram með að undirbúa undir málningu. Við erum ekki búin að kaupa malningu enn, erum að bíða eftir einu tilboði. Þetta kemur allt með kalda vatninu, myndi mamma segja. Ég held að það sé siglfirskt máltæki.
Foreldrar mínir, systir og hennar börn eru í húsbílaferðalagi á Suðurlandi og ætlum við að skiptast á einu barni í dag. Katrín Björg byrjar á reiðnámskeiði í Skálakoti á þriðjudaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem að hún fer á reiðnámskeið hér í sveit. Hún vill alls ekki missa af þessu og hefði viljað koma hingað í gær hefði hún fengið að ráða. Gott er að maður þurfi ekki að pína börnin til sín !
Stúlkan hefur þroskast mikið í vetur og það er mjög gaman að hafa hana og er ég virkari manneskja þegar hún er á svæðinu. Við getum gert heilmikið saman og hún er afar dugleg þrátt fyrir ungan aldur og annað.
Ég hef lært svo mikið af henni að það hálfa væri nóg og hefur það nýst mér mjög mikið í kennslunni.

Best er að drífa sig, gott fólk, ég bý með svo röskum manni að hann gæti verið tilbúinn á punktinum til að fara. He he. Alle ha mieux bien day heute !
(!)

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ungfrú Gilitrutt , eða hvað ?


Er ég ekki fögur og fín ?
Svona er þetta þegar maður er á leið í sumarfrí. Á morgun gerist það. Eftir skólaslitin er stemmningin afslöppuð og þægileg. Ég er búin að henda alveg gífurlegu magni af pappír að það hálfa væri nóg. Ég ætla að fara með þetta prívat og persónulega í endurvinnsluna.