fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hjólreiðakonan Margrét

Nú er maður farinn að hjóla. Það er bara miklu skemmtilegra en að vera á bíl. Ég er aðeins fimm mínútur á leiðinni. Svo á heimlieiðinni þá kem ég við hér og þar og versla og útrétta.

Nú er ég að láta reyna á minni mitt því að ég er að fá bekki sem að ég hitti í síðustu viku. Það gengur nokkuð vel að muna nöfnin en ég er ekki viss um að ég myndi þau eins vel ef ég hitti þau ein og sér úti á götu. Þetta tekur smá tíma en afskaplega mikilvægt að læra nöfnin vel og eins fljótt og hægt er.

Guðmundur minn á bara eftir einar morgunmjaltir og tvær kvöldmjaltir. Ég misskildi hann nú og ætlaði að ná þeim síðustu en þær verða í fyrramálið og þá er ég að kenna. Ég ætla hins vegar að bruna austur á leið eftir vinnu. Það er nóg að gera í sveitinni og Guðmundur er búinn að vinna eins og berserkur við að standsetja fjárhúsin fyrir Geymsluna.
Svo þarf að þrífa og hann þarf að pakka niður. Annars þá flytur hann ekki fyrr en að hann verður búinn með fjárhúsið.
Þá ætlar hann að taka sér vikufrí !

mánudagur, ágúst 28, 2006

Le blogg

Tout va bien. Allt gengur vel.

Um helgina fékk ég heimsókn og fór svo í bæinn í gær. Ég leit til
Önnu frænku með Fanneyju.

Ég fer helst ekki heim í sveitina vegna þess að þá sakna ég svo Guðmundar og Lukku. Það er betra að hitta þau sem minnst. Annars þjáist ég bara ! Ég hlakka mikið til að fá þau hingað. Jakki kemur ekki en hann hefur víst ekki látið sjá sig heillengi ! Kannski er hann farinn að heiman ?

En ég ætla ekki að missa af síðustu mjöltunum svo að ég bruna austur um leið og ég er laus á föstudaginn. Ég leyfi sennilega systurdóttur minni að koma með. Hún er nú aðal kúarektorinn og hún vill ekki missa af þessu heldur.


fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mambo italiano á finnsku er mjög flott

Músík og mas á Ruv í dag. Tómas R. spilar fyrir okkur afar skemmtilega tónlist.

Það er frábært að geta hlustað á netútvarp. Ég hlusta á Laufskálann eftir kennslu og svo líka stundum Samfélagið í nærmynd. Þetta eru góðir þættir sem maður þarf ekki að missa af. Nú hlustar maður þegar manni hentar.

Nú er ég búin að kenna hér í 3 daga og mér líst vel á nemendurna. Það er ólíkt sem að ég er að gera núna miðað við starfið í Hvolsskóla. Algerlega ólíkt. Þó svo að ég sakni pínu unglinganna þá er ég mjög ánægð með bíttin. Í það minnsta enn sem komið er

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Kennsla í dag

Já, þá er það nú frá. 'Eg hef hitt þrjá hópa úr þremur bekkjum í dag. Það gekk allt vel en það er gott að fyrsti dagurinn er frá. Það er strax ágætis jarðtenging fyrir mann þegar að allir eru nýjir fyrir manni.
´
Ég talaði við Guðmund í morgun og hann talaði um að 1. september myndi hann sennilega mjólka í síðasta sinn. Það er þó ekki naglfast, hann á eftir að ráðgast við hinn bóndann.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Syfja

Já, það hrjáir mig syfja en það mun lagast.
Ég vinn og hef gaman af. Það vantar nemendurna en kennsla byrjar hjá mér á þriðjudaginn. Trúlega hitti ég þó einhverja krakka hér á mánudaginn.

Ég hef ekkert heyrt frá rafvirkjafyrirtækinu sem ætlaði að skipta úr T i s i n o leiðinda systeminu fyrir okkur. Ég hef oft hringt og í dag semdi ég tölvupóst sem að ég hef ekki fengið svar við enn !!

barefoot in tokyo



Skoðið þetta, þið sem hafið áhuga á skóm og þannig:

Föstudagur

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Fimmtudagur


"The aim of education should be to teach us rather how to think, than what to think - rather to improve our minds, so as to enable us to think for ourselves, than to load the memory with thoughts of other men." - Bill Beattie



þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nýliði í Vallaskóla

Jæja, þá er maður kominn á kaf í kennslupælingar. Bara svona eins og ekkert sé !
Hausinn kominn á flug. Það var ekki fyrr en eftir hádegi í dag sem að ég sá stofuna sem ég á að kenna í , í fyrsta skipti. Þetta er Annex eða útistofa fyrir utan gamla Sandvíkurskólann á Selfossi. Ég er við hliðina á Sundlauginni. Ég er mj-g ánægð með stofuna og skipulagið í henni. Síðasti kennari hefur gengið mjög vel frá en ég á vafalaust eftir að fylla hér allt af ýmis konar "drasli".

föstudagur, ágúst 11, 2006

Ungfru Internet

Það gengur brösulega hjá mér í netmálum , verulega. Ég hef ekki tekið mér bloggfrí eins og svo margir gera en mér gengur ekkert að koma mér á netið þó svo að tengingin sé komin. Ég þarf víst að fá hjálp því að tölvunördinn í mér er bara ekki til staðar. Hann er í lægð og svo er talvan mín í uppreisn líka og ekki bætir það ástandið hjá mér. Það kæfir alveg nördinn niður. En það er farið að segja til sín að vera netlaus og það er verra en að vera sjónvarpslaus, miklu verra !

Ég fæ einhvern í málið eftir helgi og læt gera fyrir mig í stað þess að reyna sjálf og vera frústreruð yfir því.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Hiti, hiti og kongulær

Það er bara næstum því óbærilega heitt hér á Núpi !!! Þvílíkt og annað eins !
Katrín stendur sig alveg svakalega sem kúarektor og fjósakona. Hún er að fara á hestbak á eftir en ég er að fara á Selfoss með viðkomu við Gíslholtsvatn þar sem að Inga frænka og Óli eiga bústað.

Ég er að byrja á námskeiði á morgun í Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Svo er annað sem að byrjar á föstudaginn. SVo það þriðja þann fimmtánda.

Málþing / námskeið:

Fjölbreyttir kennsluhættir - einstaklingsmiðað nám

Málþing / námskeið í Sunnulækjarskóla 10.-11. ágúst 2006

Næsta námsekið byrjar þegar hitt er ekki alveg búið.

Dagskráin
Föstudagur 11. ágúst kl 15:00 - 19:00 Ilmur M. Stefánsdóttir
Laugardagur 12. ágúst kl. 8:30 - 12:30 Hildur Bjarnadóttir
kl. 13:00 - 17:00 Þorvaldur Þorsteinsson
Föstudagur 8. sept kl. 15:00 - 19:00 Rósa Sigrún Jónsdóttir
Laugardagur 9. sept kl. 8:30 - 12:30 Arna Valsdóttir
kl. 13:00 - 15:00 samantekt – pallborðsumræður
kl. 16:00 - heimsókn á Safnið við Laugarveg
kl. 17:00 - námskeiðslok

föstudagur, ágúst 04, 2006

Netfri

Ég er búinað vera netlaus og heldur ekki í neinu netstuði, þannig lagað.
Ég er núna hjá Fanneyju. Ég er hins vegar búin að fá mér adsl í Réttarholtið en á eftir að græja það. Ég er komin með heimasíma og allt. Þið bara sendið mér smess eða flettið mér upp hjá Já. Svo er nú ekki verra að fá fólk í kaffi.
Fanney droppaði í kvöldkaffi í vikunni, það var alveg hrikalega kósý.
Ég er aðallega í bílskúrnum að mála hann. Ég leyfi svona hreiðurgerðarfílíngnum bara að saltast. Að vísu þá hengdi ég upp tvö málverk í dag en annað er of hátt uppi og þarf að færa.

Markmiðið með pokavogsheimsókninni var að fara í skápaþrif hér í Skólagerði á morgun. Svo hafði ég hugsað mér að heimsækja Guðmund og Lukku á sunnudaginn.

Næsta fimmtudag byrja ég á námskeið og á öðru á föstudeginum. Þrír dagar á námsskeiði og svo annað námskeið 15. og þá byrja ég í Vallaskóla.
Guðmundur er nú orðinn einn á bænum. Drengirnir fóru síðasta miðvikudag.
Mig langar mikið til að hafa Lukku þangað til að skólinn byrjar en henni finnst svo gaman að rekar kýr að ég er ekki alveg viss.

Það gengur vel hjá Guðmundi að hreinsa út úr fjárhúsunum. Hann er núna með smágröfu og er víst að grafa. Við höfum ekkert auglýst hjólhýsa- og fellihýsageymslu Guðmundar og Gilitruttar en þið megið láta það ganga að Guðmundur geymi slíka gripi. Hann er nú þegar búinn að lofa að geyma nokkur landbúnaðartæki og tvo húsbíla.