sunnudagur, október 29, 2006

Gok Wan


Gok Wan
Originally uploaded by Rebekah Roy Fashion Stylist.
Ég var áðan að horfa á þáttinn "How to look good naked.".
Hann er mjög jákvæður fyrir líkamsimynd kvenna sem virðist vera brengluð hjá miklum meirihluta okkar. Þessi Gok er að sýna konum að þær séu flottar og að vera ánægðar með sig og gera gott úr því sem að maður hefur. Maður breytist nú ekki á einum degi þrátt fyrir að maður vilji eða ætli það. Jæja, það er í það minnsta jákvætt að það skuli vera eitthvað annað á skjánum en "the swan", sem að mér finnst nánast ógeðslegur þáttur.

Úr sófahorninu.


Sofahorn
Originally uploaded by melong.
Ég erfði fyrrum sjónvarpssófa foreldra minna og hef komið honum fyrir í vinnustofunni

Gott veður er gott


One plant
Originally uploaded by melong.
Ég set inn þessa mynd sem að ég tók í gær því að stemningin er sú sama í dag. Það er vegna sólarinnar sem skín á ný. Það er allt svo fallegt þegar hún lætur á sér kræla, ekki síst á þessum árstíma þegar litbrigðin eru enn mjög fljölbreytt.
Maður notar fríið til að setja inn myndir enda er það tímafrekt að ganga frá myndum þannig að þær líti vel út og séu vefhæfar. Þess vegna er gott að sameina þetta sjónvarpsglápi. Svona eins og að nota tímann og hekla eða teikna á meðan maður situr fyrir framan imbann. Reyndar er ég ekki núna að horfa á sjónvarp en ég er hins vegar að hlusta á messuna á ruv.is. Biskupinn hátíðlegi er að predika. Allt í góðu lagi með það.

Á eftir ætla ég svo út í bílskúr og dunda mér þar. Það er svooo GAMAN og mér líður ssvooo VEL þar. Ég skal finna mynd og pósta hér við tækifæri.

"Maður verður að hafa vit á því að vera í góðu skapi."
Nafnlaus Skagfirðingur

Geggjuð dómkirkja !!!


Sellietuob
Originally uploaded by Loutseu.
Hér er sönnun þess að arkitekrar dómkirknanna voru drukknir þegar þeir voru að teikna þær !
Þessu heldur í það minnsta ljósmyndarinn fram.

laugardagur, október 28, 2006

Pollur á Selfossi


husapolll2
Originally uploaded by melong.
Jæja, þegar sjónvarpið heillar lítð er ágætt að stússast.
Ég var að setja inn nýjar myndir á flickr síðuna mína frá gönguferð minni um bæinn í dag.
Veðrið var svo gott að ég ákvað að fara með myndavélina í göngu um bæinn. Ég kom við á Kaffi Krús og fékk mér caffe latte. Mér finnst skemmtilegra að ganga ef að gangan hefur einhvern tilgang eins og að komast á milli staða, viðra hundinn eða taka myndir.

föstudagur, október 27, 2006

Frikaður föstudagur

Nú erum við frökenarnar að horfa á mæðgnamynd á ruv.
Veðurfar er milt á Selfossi.
Við ætluðum í bíó en ég klikkaði á dögum og myndin sem að við ætluðum að sjá er ekki sýnd fyrr en á morgun. Ég leysti málið með því að fara í BT og kaupa útsölu dvd þar fyrir okkur í sárabætur.
Fanney er nú löggst á stað til okkar og ætlar að gista. við erum afar ánægðar með það.

miðvikudagur, október 25, 2006

Afi í wikipedia

Afi minn sálugi, Jónas Ásgeirsson, átti afmæli á þessum degi.
Af því tilefni fór ég í google til að finna mynd af honum sem að ég vissi að væri til á vefnum hans Steingríms Kristinssonar. (sksiglo.is)
Viti menn, hvaða uppgötvun geri ég ? Jú, afa er getið í pólsku útgáfunni af wikipedia ! Fyrir þá sem ekki vita það þá er wikipedia eins konar alfræðiorðabók á netinu og eru til útgáfur á hinum ýmsu tungumálum. Þetta er ekki stofnun, að mér skilst, heldur geta allir lagt sitt af mörkum. Jæja, nú les ég ekki pólsku en ég sá nóg til að skilja að sagt væri að afi hefði verið íslenskur þátttakandi á vetrarólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss árið 1948.
Hér er linkurinn , ef að þið viljið sjá þetta með eigin augum:

http://pl.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3nas_%C3%81sgeirsson

Ansi skemmtilegur dagur, hingað til. Vinnudagurinn byrjaði á Tónlist fyrir alla með tónleikum norðlensk(ogkópvogísku) hljómsveitar HUNDUR Í ÓSKILUM sem að margir kannast væntanlega við. Ég á líka von á meiru því að systir mín kemur færandi hendi í kvöld með dóttur sína sem á að fá að dvelja hjá mér í a.m.k. tvo daga og m.a. koma með mér í vinnuna á morgun. Það er mikill spenningur hjá okkur báðum.

mánudagur, október 23, 2006

www.buynothingchristmas.org

eg er ekki sudoku fan

En mér finnst þessi klósettpappír ferlega fyndinn ! Eins og maður eyði ekki nógu miklum tíma á klósettinu !! He, he. En það er gaman að þessu og ég er þakklát fólkinu sem að bjó þetta til svo að ég gæti hlegið.

laugardagur, október 21, 2006

Það er ekki netsamband i bilskurnum ! Oh

Have patience! In time, even grass becomes milk.

-Charan Singh, mystic (1916-1990)

Timasoun ?!

You Are An ENFP

The Inspirer

You love being around people, and you are deeply committed to your friends.
You are also unconventional, irreverant, and unimpressed by authority and rules.
Incredibly perceptive, you can usually sense if someone has hidden motives.
You use lots of colorful language and expressions. You're qutie the storyteller!

You would make an excellent entrepreneur, politician, or journalist.

Milli 11 og 12

Veðrið hér er gott, sólin skín en auðvitað er svalt, það er nú einu sinni kominn vetur samkvæmt dagatalinu.
Ég fékk óvænta heimsókn í morgun frá meðeigand mínum að húsinu. Herra G Ragg.
Hann var að sækja dótarí í fjárhúsið og lét svo lítð að líta hér inn og þiggja hjá mér kaffi ! Svo kemur hann ekki aftur fyrr en e ca 10 daga því að hann er kominn í vinnu hjá frænku sinni, Sigurlaugu á Nýjabæ. Hún og Óli, maður hennar, ætla að bregða sér í frí og ætlar Guðmundur að mjólka fyrir þau. Hann verður auðvitað ekki einn, því að móðurbróðir hans Leifur er ekki að fara neitt og verða þeir því saman í þessu. Þarna er myndarlegt fjós með fjölmörgum gripum og góðri aðstöðu.
Þegar að þetta verður búið ætlar Guðmundur svo LOKSINS að flytja hingað til mín í Réttarholtið.

föstudagur, október 20, 2006

Hjonabandið er dasamleg stofnun.....

...en ég er ekki tilbúin til að vistast á stofnun !

Það var smá sprell í vinnunni í morgun. Það gekk karfa með nammi og pappír og allir áttu svo að lesa upp sinn miða. Þetta er það sem að stóð á mínum miða.

fimmtudagur, október 19, 2006

"A Word A Day keeps boredom away."

Margt i gangi. Aftur slappleiki. Byrjaði mjög fljótlega eftir að pensilínkúrinn kláraðist !!
En ok, það er að koma helgi. Það er gott.

Ég er spennt því að ég get þá verið í bílskúrnum.

The world is round and the place which may seem like the end may also be only the beginning. -George Baker (1877-1965)

þriðjudagur, október 17, 2006

Stólar á þriðjudegi


Design museum chairs
Originally uploaded by ladyblim.
Í dag voru nemendur í þriðja bekk að teikna hjá mér stóla. Það gekk vel og útkoman varð góð. Líkamsræktarstólar og hvaðeina. Ég sýndi þeim myndir af stólum sem að ég hef samviskulaust stolið af netinu.
Ég fæ lánaðar myndir til að fræða nemendur..

Við Guðmundur tókum til í bílskúrnum í gærkveldi og færðum til hillur ofl þannig að nú bíð ég eftir því að geta farið heim til að byrja að gera eitthvað þar. Ætla að byrja á því að taka til og mála aðeins með olíulitum til að komast í fíling. Ég verð því komin í gang fyrir næsta myndlistarhitting hjá mér og Katrínu Valgerði , vinkonu minni.
Við erum farnar að hittast á mánudagskvöldum í vinnustofum okkar til skiptis okkur til örvunar og aðhalds.

mánudagur, október 16, 2006

Manudagur með Guðmundi

Það er frábært að hafa Guðmund. Hann kom í gærkveldi og fer ekki fyrr en á morgun. Alveg dásamlegt. Hann hefur unnið hörðum höndum í dag í því að setja saman ikea mublur. Nú njótum við þess yfir kaffibolla og rifjum upp gömul kynni af Steingrími Hermannssyni í tv. Hann situr fyrir framan gamla góða grjótvegginn heima hjá sér sem segir mér að hann búi enn úti á Arnarnesi eða hvað sem það nú er.

Nýja myndavélin er ÆÐISLEG ! Ég er alveg að missa mig. Keypti minniskort í hádeginu og skaut rúmlega 200 myndum þangað til ég kom heim aftur. Það er smá fiff sem að ég varð að prófa ídag. Bara VARÐ. Það er hægt að velja einn lit úr umhverfinu og hafa restina í svart hvítu. Mikið smart og alveg gífurleg útrás sem að ég fæ út úr því að hafa svona fína vél.

sunnudagur, október 15, 2006

Dyr dagur



Þá er maður búinn að berja dýrðina augum. Ég var vel skóuð og varð því ekki þreytt. Ég borðaði í ikea svo að maður var ekki bara að labba. Þetta eru nú bara tveir hektarar og því minna en kornakur sumarsins. Þessi vitneskja hjálpaði mér til að þola stærri verslun. Svo hefur maður nú komið í ikea í úttlöndum og er þetta ósk0p svipað. Ég var hrifin af þessu en mikið hrikalega verður það tímafrekt að ná sér í koddaver eða þvíumlíkt að þurfa að fara langa leið fyrir kannski bara einn hlut. Ég mæli því með því að fólk skipuleggi sig áður en haldið er af stað til að vera bara ekki allan daginn í einni búð. Ég var þarna með Fanneyju og fjölskyldu og það gekk bara vel en við vorum á þriðja tíma með hádegismatarhlé.
Ég verslaði það sem að vantaði, eldhússtóla og undir sjónvarpið. Þetta tvennt var uppselt í sumar þegar við GR vorum á ferð í Holtagörðum.

Allt í góðu með það en ég bara átti eftir að verða enn fátækari. Ég fann draumavélina á mbl.is/smaauglysingar. Ég er búin að geyma peninginn í fleiri fleiri mánuði og varð alveg innilega fegin að losna við peninginn. Ég er líka léttari á mér og glöð í anda yfir gripnum því að mér hefur liðið eins og það vantaði eitthvað á mig að hafa ekki myndavél. Myndlistarmenn og -kennarar VERÐA að eiga góða myndavél. Jæja, þetta verður vonandi til þess að ég borða minna það sem eftir er mánaðarins. Það verður eitthvað minna keypt af lífrænni fæðu, því miður en selaví, ma sjerí.

föstudagur, október 13, 2006

Enn betri leir og bókakaffið.

Í dag var ég líka með leirverkefni og það kom enn betur út, ekki verr, í það minnsta. Nýjar hugmyndir með nýju fólki.
Svo fórum við nokkrar eftir vinnu á nýja bókakaffið héna á Selfossi sem að Bjarni Harðarson var að opna um daginn. Það er í einu orði sagt alveg frábært fyrirbæri og alveg yndisleg stemning þar ríkjandi. Ég var endurnærð eftir þessa heimsókn.
Við vorum fjórar og fórum allar fátækari/ríkari út en áður. Ég keypti Gilitrutt, myndskreytta, ljóðabók e. Ásdísi Óladóttur, skólasystur úr Kársnesskóla og gamla fræðibók um listir. Fyrir utan kaffið auðvitað.

Núna bíð ég í símanum hjá 8007000. Um leið og ég pikkaði þessa línu inn þá svaraði ! Ég var númer 14 þegar ég hringdi. Í gær reyndi ég að hringja og þá var ég númer 19 og gafst upp. Núna er ég komin með númer og get "aktiverað" símann aftur þegar ég kem heim. Mér er stórlega létt.


Bryndís að versla hjá Bjarna.


Þetta hangir við útganginn í bókakaffinu og þýðir víst; "takk fyrir komuna".


Fröken Margrét í bókasófanum með Völuspá.


Atli Snær í 3. LBS með armbandsmyndavél !!! Ný hönnun.

Ég hef verið að reyna að setja inn myndir af fleiri verkum en ekkert fleira hefur´límst inn. Ég verð að gera þetta seinna, ekki dugir að hanga við tölvu í allan dag !

G Ó Ð A H E L G I !!!

miðvikudagur, október 11, 2006

Áriðandi tilkynning.

Altzheimer lights lét svo sannarlega á sér kræla í dag.
Máið er þannig að batteríið kláraðist á gemsanum. Þegar það gerist þarf maður að slá inn leyniorð. Það hefur ekki verið vandamál hingað til. Ég man það, það er munstur. Jæja, ég bara mundi það ekki í dag og ég var ekki að ná því svo að ég setti alltaf inn sama númerið og það endaði með því að síminn læstist og ég get ekkert notað hann núna og þarf að hringja í 8007000.

Það þýðir því ekkert að hringja í gemsann. Hann er stilltur þannig að ef að það er slökkt á honum þá flyst hringingin í Núps númerið. Ef að Guðmundur er heima þá er það hann sem að mun svara en ekki ég.

Veit ekki hversu mikið mál þetta er og því ekki hvað líður langur tími þar til ég fæ að nota hann aftur. Æi, vesen......

"Þetta hefur listrænt gildi"

Einn nemanda minna sagði þessa gullvægu setningu í morgun. Þetta er greindur og skemmtilegur piltur en hann er bara 8 ára ! Ég hélt að ég myndi bilast þegar hann sagði þetta. Hann endurtók þetta tvisvar alvarlegur í bragði.
Þessi mynd hér að neðan er umrætt verk og á að vera rennibraut.
Nemendur margir eru nokkuð bráðþroska og stúlka í 2. bekk er komin með lokk í tunguna........

Vel heppnað leirverkefni


Aron og Haraldur, 3. KV
Originally uploaded by graskerid.

Þetta er eftir tvo stráka í 3. bekk.

mánudagur, október 09, 2006

Sniðugt ferðarúm


DSC00008
Originally uploaded by fabildmaterial.
þetta er alveg nýtt og mjög sniðugt

föstudagur, október 06, 2006

Föstudagur , föstudagur

Svona lít ég út í augum nemanda í 3. bekk !



Svo er hér framhaldsverkefni sem að hinir ýmsu nemendur eru að vinna að þegar tími gefst. Nemendur í 4. VG skýrðu hann Spottann í dag.
Stóllinn er mjög vinsæll og er góð afþreying fyrir alla greinda nemendur.

fimmtudagur, október 05, 2006

Jæja, eyrun að lagast.

Ég var að rekast á ferlega skemmtilega litla skúlptúra úr sápu. Það varð svo til þess að ég fann svipaða hluti sem voru úr vaxi og hægt er að brenna.
Smellið á myndirnar til að sjá þær í stærra formi.



miðvikudagur, október 04, 2006

Eyrnaverkir

Núna skil ég betur ungabörn sem gráta vegna eyrnaverkja.
Ég gafst upp í gær á þessu og hringdi í lækni og fékk send fúkkalyf.
Hálsbólgan hef ég haft í 2 vikur og hún er komin út í eyru og þá bara er manni ekki
farið að standa á sama. Það er svo gott að þurfa ekki að tala of mikið eins og maður gerir sem kennari.
Ég er heima og hamast við að þegja.
Samt þarf ég alveg nauðsynlega að tala !!!!
Dilemma dagsins...

sunnudagur, október 01, 2006

FRAM

Frænkufélagið heitir FRAM. Fanney, Ragnheiður, Anna, Margrét.
Það var gaman, lært og teiknað.
Gott veður, stjörnur og norðurljós.
Svo fór ég heim í sveitina seinni partinn. Þar var verið að skera korn. Ég tók þátt í því.
Lukka kom með mér og svo elti hún mig upp eftir og svo aftur niðureftir !!!
Ekki alveg að treysta því að ég kæmi aftur.

Ég er að kálast í eyrunum og hálsinum. Ég er nú búin að vera með þessa hálsbólgu í hálfan mánuð og er orðin alveg leið á því.
Það er verra að vera illt í eyrum en hálsi.