þriðjudagur, júlí 31, 2007

Þriðjudagur---4 dagar


island
Originally uploaded by melong.

Íslands verkefnið fer að taka enda.
Ég er ekki búin með öll verkin sem eiga að vera á sýningunni....
verð samt að vera búin í kvöld.

mánudagur, júlí 30, 2007

fjórir og hálfur dagur til stefnu


l0berB
Originally uploaded by melong.

Og ég var að skoða álagningarseðilinn og ég er ekki ánægð...!!!

sunnudagur, júlí 29, 2007

Ágæti viðtakandi!


Priest Woman
Originally uploaded by David Eldur.

Mánudaginn 30. júlí kl. 16:00 getur þú nálgast álagningarseðil þinn á þjónustuvefnum á skattur.is með kennitölu
og veflykli. Hafir þú glatað veflykli þínum má óska eftir nýjum á skattur.is og fá hann sendan í heimabanka eða
póstlagðan á lögheimili þitt. Seðlar verða bornir út þriðjudaginn 31. júlí til þeirra sem ekki afþökkuðu
álagningarseðla á pappír.

laugardagur, júlí 28, 2007

Margret in the sky with.....dreams


Margret in the sky with.....dreams
Originally uploaded by melong.

Það hefur verið gott veður hér í dag....ekki nýjar fréttir. Það kom einn skúr í gær, mjög myndarlegur skúr , en hann var stuttur og síðan hefur ekki rignt.

föstudagur, júlí 27, 2007

Hún á afmæli í dag !


aleidut
Originally uploaded by melong.

Uppáhalds systir mín, hún Fanney, á afmæli í dag. Hún er 33 ára.
Klapp, klappa og þrefalt húrra fyrir henni !

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Vissuð þið að það er kominn fimmtudagur ?


bryndis.draugar
Originally uploaded by melong.

Ég er kannski svolítið sein í að uppljóstra um þessa uppgötvun mína, það eru nú minna en 4 tímar í næsta dag.....
Allir dagar eru núna eins og ég þarf að skoða blöðin til að vita hvaða dagur sé. Ég hef ekkert mátt vera að því að hugsa um að systir mín á afmæli á morgun. Hún á líka brúpkaupsafmæli þá.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Boðskort


Boðskort
Originally uploaded by melong.

Vef-ég


Webme
Originally uploaded by melong.

Eru ekki allir aðdáendur kóngulóavefja ?
Ég er það reyndar ekki nema til hálfs.
Ég get dáðst að snilld náttúrunnar en ég get líka látið þetta fara í taugarnar á mér, sérstaklega þegar þeir eru þar sem að ég vil ekki hafa þá !!!

þriðjudagur, júlí 24, 2007

N - úpur


N
Originally uploaded by melong.

Ég varð að pósta þessari mynd. Ég tók ekki eftir ENN-inu þegar ég var að taka myndina.
Sá það bara þegar ég fór að editera.

Þá er því komið á framfæri.
GR situr við sína tölvu, ég sit við mína tölvu. Rómantískt.....eða þannig.
Við erum að vísu í sama herberginu og hendum einu og einu orði á milli okkar.....

Boðskortin farin


Núpur eitt
Originally uploaded by melong.

með rafrænum hætti. Þeir sem að ekki fá boðskort láti mig vita eða bara mæti á sýninguna.
Ég sendi þetta allt í tölvupósti.

Þá er ég búin að koma því frá mér.

mánudagur, júlí 23, 2007

Mánudagur til málunar


A.litríkt
Originally uploaded by melong.

Það var gestkvæmt hér í gær.
Æskuvinkona mín, Ása Guðbjörg, leit hér inn ásamt manni og 2/3 af börnum sínum. Systir hennar kom seinna með 2/3 af sínum börnum.
Verst að hafa ekki Lukku heima því að hún er frábær barnafélagi.

Svo fékk ég Fanneyju og systur Önnu líka og var það
mjög uppörvandi fyrir mig.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Selfoss er ..... gott veður


Dear-clock
Originally uploaded by melong.

Já, í dag er hlýtt og gott.
Í gærkveldi, um áttaleytið, var 18 stiga hiti í bænum. Mér finnst notalegt að hafa hlý kvöld. Lengir daginn ansi mikið.

Guðmundur er á Núpi, kemur í kvöld, svo að ég valdi Núpsmynd.
Ég hlakka mikið til að geta verið fyrir austan og ef að ég sýni þarna aftur á næsta ári ætla ég að vinna þar líka. Flytja bara græjurnar og mála í fjárhúsunum.

laugardagur, júlí 21, 2007

Hádegispása


Wet mælkebötte
Originally uploaded by melong.

Veðrið er milt og fínt í dag.
Það er hægt að hafa opið út eins og ekkert sé.

Ég er jafnvel að hugsa um að bera nokkur málverk út því að mér finnst vera farið að þrengja að mér í vinnustofunni !! Ég er ekki með neinn þurrkrekka þannig að ég verð að vera með verkin upp um alla veggi.
Það getur orðið þrúgandi að hafa alla hrúguna ofan í sér.

Þannig er það nú.

Íslensk skógrækt !



Ég tók þessa mynd í Rotunum um daginn hjá Eygló og Lárusi.
Mér finnst þetta trét eitthvað svo táknrænt fyrir ræktun á Íslandi.
Það þarf að hafa fyrir trjáræktinni og það svo um munar.
Ég er ekki að tala um garðrækt í þéttbýli.......

Plönturnar þurfa svo mikinn stuðning eigi þær að komast "til manns".

Svona er lífið í dag.

GR er farinn í sveitina að rækta, ég held ótrauð áfram í bílskúrnum.

föstudagur, júlí 20, 2007

þurrkur


snurur-A
Originally uploaded by melong.

Ég er að fara út í bílskúr að mála.

Ég vona að öllum líði vel í dag og hafi það gott.

mbk margrét

Andvaka ...... enn og aftur


Fíflar_stilkar / weed project
Originally uploaded by melong.

Mér gengur ekki vel að sofna þessa dagana.
Ég sit nú við tölvuna með kamillute. Ætla aftur upp í þegar það er búið.

Ég var syfjuð snemma, fór upp í fyrir kl 21:20 og sofnaði svo kannski um ellefu leytið. Byrjaði með klassískri tónlist til að róa mig. Síðan hugleiðslu.
Ég fór fram til að fara á salernið
Ég sofnaði.
Ég vaknaði til að fara aftur á salernið. Hugmyndirnar fóru að flæða inn og ég fékk ekkert við þær ráðið. Hausinn á mér er svo virkur núna að hann þvælist fyrir mér...ég er búin að skrifa níður 3 eða 4 myndlistarverk af stærri gráðunni.

Guðmundur kom upp í og ég reyndi og reyndi en svo gafst ég upp. Þá var klukkan nokkuð gengin í eitt.
Ég var rétt sest við tölvuna með teketilinn (já, það dugir ekkert minna !)
þegar ég heyrði hroturnar innan úr svefnherberginu !!

Við erum eins og svart og hvítt í svefnmálum ! Hann sofnar á nóinu og vaknar einn tveir og tíu.
En ég , ætla aldrei að sofna og aldrei að vakna heldur !!!!!
Ég hef látið teið kólna aðeins of mikið. Það virkar betur ef það er drukkið sjóðandi heitt. Eða eins og tungan þolir.

Spurningin er ... þarf ég annan pott eða er ég orðin nógu syfjuð núna ?
(augnalokin eru aðeins farin að síga...)

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Nóttin er að koma


Njálafræ / weed project
Originally uploaded by melong.

Þetta er hættulegur tími fyrir mig.
Ég er "á leiðinni" að fara að sofa rétt fyrir ellefu, svo er ég eitthvað
"að vesenast" á netinu og áður en ég veit af er klukkan orðin eitt eða tvö um nótt !
Ég er þá fyrir löngu orðin syfjuð og er lengi "á leiðinni" í háttinn.......

Ég segi því stopp núna þegar klukkan er hálftólf. Ég á þá einhverja von um að komast á lappir á sómasamlegum tíma á morgun !



Set hér inn vísu sem að ég fékk um daginn en var ekki búin að taka eftir !!!
Það er svo sjaldan sem að einhver kommentar að ég tek varla eftir því !!!

Fagna að ertu fundin nú
fótósólarbáli
austurbæjar ágæt frú
ofurstutt í máli.

NÝ DAGSETING ATHATH ATHATHAHTAHT


nyttplakat
Originally uploaded by melong.

Ég var heldur fljót á mér í gær að setja inn plakatið. Fljótfær heiti ég.

Það hefur hins vegar verið ákveðið af sýningarstjórn Fjárhússins að betra muni vera að opna sýninguna um verslunarmannahelgina og hafa hana opna í tvær helgar og dagana þar á milli.

Sem sagt

Ykkur er boðið á opnun kl. 14:00 , laugardaginn 4. ágúst næstkomandi !!

Allir velkomnir.

mbk

Margrét

þriðjudagur, júlí 17, 2007

4040


4040-infospjald
Originally uploaded by melong.

Ég var að gera þessa mynd að upplýsingamynd fyrir væntanlega sýningu mína á Núpi, til þess að auðvelda fólki að rata í Fjárhús, sýningarsal. Var bara að búa til nafn á sýningaraðstöðuna í nótt.
Ég er að vinna í öllum upplýsingamálunum núna. Fréttatilkynningar, boðsemilar, plakat, sýningarskrá ofl.

Þið sem fáið frá mér rafrænt boðskort eruð vinsamlegast beðin um að dreyfa því sem víðast !

mánudagur, júlí 16, 2007

Tuttugu stiga hiti á Selfossi.


Mprik4
Originally uploaded by melong.

Já og það í skugga, þannig að það hlýtur að vera ansi heitt hér fyrir framan húsið. Ég er löngu hætt í sólböðum og nýt þess að vera hvít og föl. Finnst ég vera að hitta eintóma útlendinga þegar ég fer í Nóatún, fólk er allt of brúnt.

Tímarnir breytast víst og við líka. Ég var mikill sólardýrkandi lengst framan af ævinni en það hefur breyst og kemur þar ýmislegt til. Minni nenna og ekki síst sú staðreynd að ég þarf að nota 100 prósent sólarvörn vegna brúnna bletta í andlitinu sem einmitt myndast í sól og þarf ekki mikla sól til.

Sunnudagur til sælu


anorexic-waterfall
Originally uploaded by melong.

Titillinn hæfir deginum afar vel. Það var yndislegt í sveitinni. Afar hlýtt í dag en skýjað, rigning í gær og skýjað. Maður þurfti ekki að píra augun of mikið. Ég vann að hugmyndum og gekk það vel.
Guðmundur vann á akrinum og gekk það vel.

laugardagur, júlí 14, 2007

Laugardagsbros


speaker-smile
Originally uploaded by melong.

Það eru kannski engar fréttir en það er sól á Selfossi í dag. Kannski ekki "nema" 15 gráður.
Guðmundur segir mér að það hafi ringt í nótt. Það er allt horfið í jarðveginn núna. Það var allt orðið svo þurrt. Í fyrra á sama tíma, þá var ég að mála húsið að innan og þá ringdi ansi mikið. Mér fannst bara alltaf vera rigning hérna á Selfossi......

En það er ástæða til að brosa í dag.... við Guðmundur , ásamt fröken Lukku....erum á leiðinni í sveitina...umm. Það er hvergi hægt að slaka á eins og þar.

föstudagur, júlí 13, 2007

Tóm sól


dieterRoth
Originally uploaded by melong.

Ég er tóm.
Og alveg í basli með öfga Margréti !
Samt er sól ....pælið í því .......

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Ljóðabók um arfa


visual-poetry
Originally uploaded by melong.

Ég er búin að fótósjoppa margar myndir og setja þær inn á flickr.
Slatta, myndi ég segja.
Engin sól á Selfossi í dag.
Það er í lagi...

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Buslað í Svinadal


Buslað í Svinadal
Originally uploaded by melong.

Ég kom við hjá Fanneyju og Eggerti í sumarhúsi við Svínadal í gær. Lét tilleiðast að fara hinum megin við vatnið til að busla. Það var mjög hressandi og ég er ánægð með myndirnar sem að ég tók af krökkunum.

Í dag hefur verið gestkvæmt. 5 fullorðnir og 3 börn hafa komið.
Bryndís vinkona kom með 3 krakka og Kristín Björg kom með 3 konur....! Hér var svaka flott miðdegishlaðborð með dýrindis kræsingum. Það var skemmtilegt, mjög góðir gestir þetta.

"Jón er kominn heim"


Kverkfjöll
Originally uploaded by melong.

Já, ég er komin HEIM.... í blíðuna á Suðurlandi.
Miklu betra veður hér en fyrir austan.

Maður er að lenda , átta sig, reyna að koma sér aftur inn í það sem maður var að gera áður en maður fór að heiman...

sunnudagur, júlí 08, 2007

Sunnudagur á Egilstöðum


dia-river
Originally uploaded by melong.

Þá er nú námskeiðinu lokið. Því var slúttað með pompi og prakt í gærkveldi. Gamanið stóð fram á morgun og því er maður smá laskaður í dag. Ég hyggst því taka því rólega í dag og koma ekki heim fyrr en á morgun.

Ég á eftir að fara í heimsóknir hér í bæ áður en ég legg á þjóðveginn. Ég þekki fólk á húsbíl sem ætlar að leyfa mér náðarsamlegast að gista hjá sér í Eyjafirðinum í kvöld...

föstudagur, júlí 06, 2007

Eiðar


Eiðar reflection
Originally uploaded by melong.

Ég er á NK07 á Eiðum með nordískum myndlistarkennurum. Ekkert net. Mikið að gera. Kem heim á mánudaginn.

Núna á Egilstöðum á Te og kaffi......
Maður verður núna að fara að drífa sig að drífa sig að koma sér á fyrirlestur.

mánudagur, júlí 02, 2007

Í Fellabæ


feik
Originally uploaded by melong.

Í dag keyrði ég frá Núpi hingað austur. Ég er hjá Fanneyju frænku á veitingastað sem hún á og rekur í Fellabæ og heitir "Hetjan".
Ég var komin upp úr fjegur austur og byrjaði á smá rúnti og ákvað síðan að fá mér kaffibolla. Sá að hér er Te og Kaffi með kaffishús. Fyrsta fólkið sem að ég sá þar voru Sigga frænka Boga og sonur hennar Pétur Bogi. (kokkur á Hótel Eddu, Neskaupsstað)
Svona er landið lítið eða eitthvað.
Svo kom ég hingað og hjálpaði Fanneyju með kvöldmatinn, gerði súpu sem heitir núna Möggusúpa. Ég sat svo og teiknaði þangað til að ég ákvað að fara í rúnt. Á rúntinum fann ég skóg sem að heitir Selskógur og er í ofanverðum Egilstaðakaupstað. Ég losnaði við bílsetuverki með því að fara stóran göngutúr og taka nokkrar myndir í leiðinni. Það var ekki fyrr en ég sneri hingað á Hetjuna aftur að ég komst að því að þetta er náttúrlega netkaffi !!! En ekki hvað ?

Í fyrramálið fer ég svo að Eiðum og húllumhæið með myndmenntakennurum frá norðurlöndunum hefst og stendur fram á laugardag.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Skuggi


shadow-on-canvas
Originally uploaded by melong.

Ég held að það sé best að taka tölvuna úr sambandi og pakka henni niður. Annars kemst ég aldrei af stað .................

Bílspegill


billspegill
Originally uploaded by melong.

Bílspeglar eru afar mikilvægir.
Ég valdi þessa mynd því að ég held í langferð í fyrramálið. Ég keyri suður fyrir til að komast að Eiðum þar sem að ég verð í tæpa viku á námskeiði á vegum Félags íslenskra myndmenntakennara. Guðmundur tekur Lukku með sér í vinnuna á meðan. Ef það gengur ekki fyrir hann þá má hann hringja í fólk í Kópavogi og biðja um pössun þar.