miðvikudagur, október 31, 2007

Fundadagur


Saragifs
Originally uploaded by melong.

Miðvikudagurinn er ágætur. Ég "lifði af" tvo fundi.
Svalt veður.
Nóatún lokað vegna vörutalningar ....
GR farinn að sofa.

Gok Wan sem sér um þættina sem kenna konum að vera ánægðar með sig, er alger dýrðlingur. Dýrðlingur kvenna með lélega sjálfsímynd ?

þriðjudagur, október 30, 2007

Eldri borgarar rokka feitt


Saragifs
Originally uploaded by melong.

Þeir eru afar góðir til að kenna íslensku, myndi ég halda.

Útlendingar þurfa fjölbreytt úrval kennara, bara eins og allir aðrir !

sunnudagur, október 28, 2007

Katrín og Gísli . . . .


Katrín og Gísli
Originally uploaded by melong.

...voru hjá okkur Gudmundi í sveitinni um helgina.
Thau komu med mor og far , solly og einsa, og thegar thau voru komin austur i gær vildu thau bædi gista.

Vantar islenska stafi hér hjá Fanneyju, ed og thonn er hvergi ad sjá.

Jæja ég er í menningarreisu í Pokavogi......fer aftur a morgun.

föstudagur, október 26, 2007

þriðjudagur, október 23, 2007

maira kalman


maira kalman
Originally uploaded by mmmarilyn.

Pétur frændi á stórafmæli í dag.


Cine 60
Originally uploaded by estayne.

....og ég er að fara á Prjónakaffi í Bókakaffinu, ég sem er hætt að drekka kaffi..... hef aldrei keypt mér te á kaffihúsi........

mánudagur, október 22, 2007

Gipssull


MMM
Originally uploaded by melong.

Sull er þetta í veðrinu.....læti og gangur.
Kári eitthvað skapstyggur greyið.

Á þessari mynd sést hvar ég er að bera gifs framan í nemanda. Það tókst vel og þetta var bæði puð og skemmtun.

sunnudagur, október 21, 2007

Nýji heimsmeistarinn


Todo está yendo muy bien / Everithing's going very well
Originally uploaded by kimi_campeon.

Frábærar fréttir af Finnanum Raikkonen !!!

Dancing Rabbit Ecovillage: an introduction

Kynning á eco þorpi í Ameríku.
Mig langar til að dvelja í svona þorpi í sumarfríi einhvern tímann í framtíðinni til að læra.

föstudagur, október 19, 2007

Svona er talvan hans Guðmundar

Þó svo að ég sé komin með þriðju útgáfuna af iMac þá stendur þessi enn fyrir sínu.

Föstudagur


2.maí 048
Originally uploaded by melong.

Hér koma fyrstu leiðbeiningarnar við pappakörfugerðina.
Ekki öruggt að það komi fleiri myndir en þær má allar sjá inni á flickr.

Kaffiskorturinn háir mér ekki, ég er ánægð og drekk te í staðinn.

miðvikudagur, október 17, 2007

Kaffið


Sofahorn
Originally uploaded by melong.

Ég hef ekki drukkið kaffi í tvo daga og líður bærilega bara. Fékk slæman höfuðverk í gær og hef verið frekar lúin.
Þetta gerðist óvart , ef svo má segja , og ég veit ekki hve lengi þetta mun standa en mig langar til að sjá hvort að ég finni mikinn mun á mér.
Ég hef minnkað kaffidrykkju áður og kannski ekki drukkið kaffi í einn dag en ekki svona.
Maður getur jafnvel komið sjálfum sér á óvart......

fimmtudagur, október 11, 2007

Körfugerð


Basketmaking
Originally uploaded by melong.

Á myndasíðunni minni má sjá myndir úr bók um körfugerð úr pappa.
Ágætt fyrir sjálfstæðismenn í rvik nú þegar hagir þeirra hafa breyst.
Öll handavinna hefur góð og róandi áhrif á fólk.
Gott að nýta pappakassana í þetta.

miðvikudagur, október 10, 2007

Mamma á spítala


1mamma60
Originally uploaded by melong.

Mamma fór á spítala í dag, hún náði varla andanum og svimaði.
Það er stutt síðan hún fór á spítala og ekkert fannst en nú er komið í ljós að hún er aftur komin með blóðtappa í bæði lungun. Þeir eru stærri en síðast, skilst mér.
Hún lét vel af sér þegar ég talaði við hana fyrr í kvöld og var orðin betri. Hún er frekar óheppin með lungun greyið en fer nú í fleiri rannsóknir. Ekki spennandi fyrir hana en svona er þetta nú.

Hún er á lungnadeild í Fossvoginum.

Góðan bata , mamma !

þriðjudagur, október 09, 2007

Lýsing


Gallery R'Pure
Originally uploaded by Michael Surtees.

Guðmundi finnst of dimmt hjá okkur. Að hluta til er það rétt.
Ég er því komin í ljósagírinn og hef verið að skoða á netinu.
Það sem mér finnst flott er of dýrt og ef það er á góðu verði þá finnst GR það ekki flott..... ekki beint lögmál þarna á milli en þannig er þetta.

Gallery R'Pure

sunnudagur, október 07, 2007

Sól á Selfossi


shower
Originally uploaded by melong.

Það hringdi kona nokkur í Guðmund um daginn.
Það var vegna auglýsingar sem birtist á mbl.is.
Hún var að forvitnast um geymsluna. Hún hafði sérstaklega á orði við hann hvað þetta væri ódýrt hjá honum. Ég er sammála þessari konu en það hefur ekkert heyrst frá henni ..........
Kannski ekki nógu dýrt fyrir hana. Verðskyn Íslendinga er þannig að ef að eitthvað er ódýrt þá bara hlýtur það að vera lélegt. Sem það auðvitað er ekki í þessu tilfelli.

laugardagur, október 06, 2007

Til umhugsunar !

Laugardagur til lukku


janamariahaus
Originally uploaded by melong.

Í gær var haldið upp á Alþjóðadag kennara.
Við í Sandvíkinni fórum á fræðslufund um vímuefnavarnir og kynningu á neyslu ungmenna í Árborg. Það var afar fróðlegt og átti hann Álfgeir frá Rannsókn og greiningu aðal þátt í því.
Það eru ekki allir sem að geta greint frá tölulegum staðreyndum á lifandi hátt. Ég mæli með honum. Hann sagði bara það sem að skiptir máli.

Sunnlenska bókakaffið er eins árs í dag og verður dagskrá þar í dag af því tilefni.
Madömmurnar, besta antíkverslun á Íslandi, er opin til kl. 14 og kannski Alvörubúðin líka.

Ég er heima í dag við dútl og á kaffi en ekki með því.

miðvikudagur, október 03, 2007

Miðvikudagur


MOOONE
Originally uploaded by melong.

Þegar þessi dagur er búinn þá er ég orðin þreytt. Mikil kennsla hjá mér fyrstu þrjá daga vikunnar. Heldur ójafnt , finnst mér. Það er mikið sem að safnast upp og nú liggur fyrir heilmikil vinna. Frágangur og skipulag.

Svo er ég að standa í því að við kennarar nokkrir höldum upp á Alþjóðadag kennara næstkomandi föstudag.