mánudagur, febrúar 26, 2007

Kínversk viska, óþýdd.


Neocolor
Originally uploaded by melong.

Tell me , and l´ll forget.
Show me and l may remember.
lnvolve me and l will understand.

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Bara sunnudagur


ruslalok
Originally uploaded by melong.

Ekkert merkilegra en það.
Hins vegar voru hér skemmtilegir gestir. Systir mín og fjölskylda hennar. Hún gisti hún Fanney hjá mér og síðan vorum við að tilraunast eitthvað í bíslkúrnum. Við prófuðum að spila "Hrútaspilið" , (http://www.hrutaspilid.is/ )það var reglulega skemmtilegt.

föstudagur, febrúar 23, 2007

MissLooseMarbles


MissLosseMarbles
Originally uploaded by melong.

Ég get ekki betur þó ég sé að "horfa á" GETTU BETUR. Ég er að fylgjast með þessum þætti með öðru auganu. Þetta er ekki lengur spennandi en kannski verður það það seinna.

Það gekk á ýmsu í skólanum í dag, mikil spenna í loftinu eftir tvo frídaga hjá börnunum. Starfsdagurinn var vel nýttur og foreldradagurinn líka. Það eru fáir og oft engir foreldrar sem koma til að hitta myndmenntakennarann. Ég tók mikið til og flokkaði, ekki vanþörf á því. Síðan fór ég yfir verkefni næstu viku.

Núna er Guðmundur farinn frá mér......eða þannig. Hann fór austur en á morgun fer ég vestur í Kópavoginn á bókbandsnámskeiðið. Síðan kemur Fanney með mér hingað austur og verður fram á sunnudag. Jibbí.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Engin mynd

Engin mynd og nóg að gera.
Starfsdagur í dag, verið að undirbúa foreldrafundi morgundagsins. Ég er dauðfegin að fá svona tvo starfsdaga til að vinna mér fram í tímann og hreinsa upp það sem hefur ekki náðst að klára. Ég hef fundið fyrir því að maður þarf alltaf að vera í formi það er ekkert svigrúm fyrir annað.
Meira um það seinna. Hef hugsað mikið um stöðu mína og annara kennara en það er áliðið og ég sver það, held að það myndi ekki neinu breyta fyrir nöldurskjóðurnar sem halda að þær viti allt um þetta starf og að þær geti dæmt heila stétt á nokkrum hræðum.
Úps, ég er víst búin að segja meira en að ég ætlaði mér.........

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Folding Chair

Er ekki alveg magnað hvað hægt er að gera og búa til í þessu lífi ?

laugardagur, febrúar 17, 2007

þorrafagnaður


skopparakringlan 031
Originally uploaded by melong.

Bravo , bravo. Nú skal blóta.

Þarf ekki að horfa því á Júróið.

Ekki heldur að hafa skoðun á einu eða neinu. Bara vera til.

Límbandsstóllinn 11


Límbandsstóllinn 11
Originally uploaded by melong.

Límbandsstóllinn er hliðarverkefni í myndmennt , mjög vinsælt. Ég nota hann sem gulrót. Fyrst verður að taka itl að ganga frá og svo framvegis.

Veðrið er fagurt í dag og það ætti að gleðja okkur.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Skopparakringlur


Skopparakringlur
Originally uploaded by melong.

Það var svo gaman í dag, sérstaklega í síðustu tveimur tímunum. Þá fékk ég hugmynd um hvernig nota mætti "drasl" sem að ég hef haldið upp á , mislengi. Krakkarnir í 4. MS fengu að gera sér skopparakringlur og ég ætla að útbúa nokkur stykki til að gefa Gísla mínum í 4 ára afmælisgjöf í næsta mánuði.

Þessi helgi verður útstáelsishelgi hjá okkur Guðmundi. Okkur er boðið á skemmtun í kvöld og svo annað kvöld er þorrablót undir fjöllunum...... mikið stuð , mikið gaman....

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Reykingar skaða, eða það hélt ég....


einarmalboro
Originally uploaded by melong.

Hér sést í mælaborðið á einu af mörgum mótorhjóla Einars mágs míns.
Dagsetningin á "reglugerðinni" er sú sama og fæðingardegi ER.

Innkaupaleysið gengur mjög vel, enda hef ég ekki farið í verslun alla vikuna. Kom inn í bensínstöð á leiðinni heim til að kaupa gosdrykk og þurfti svolítið að skoða.... mér finnst oft svo sniðugt dót til á bensínstöðum svo að það var gott að ég er í innkaupafráhaldi.

Það er einna helst að ég sé enn að skoða bækur á amazon ... væri sennilega búin að panta mér spennandi bækur ef ég hefði ekki rekist á Þorra og Góu.....

Gersemar


lassie
Originally uploaded by melong.

Þessi mynd er ein af gersemunum frá Núpi. Mynd á spjaldi. Sennilega utan af kassa. Kannski umbúðir utan um svona sundbolta ?
Hver veit. Hundurinn er fjarskyldur Lukku sem gerir myndina enn verðmætari.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Á hestbaki


áhesltbaki
Originally uploaded by melong.

Mynd frá frægðardögum mínum sem tjaldkokkur ! Þessi mynd er tekin í Landmannalaugum þar sem við kokkar tveir brugðum okkur á bak á meðan að ferðamennirnir voru að klifra eitthvað með leisögumanninum. Það var einhver ítali sem tók þessa mynd og aðra til. Skemmtilegur reiðtúr í Laugunum sem gleymist seint.

Innkaupafráhald

Nú er mín komin í rúmlega mánaðarlangt innkaupafráhald. Ég mæli með að þið skoðið sjálf Þorra og Góu til að sjá út á hvað málið gengur ! Þeir sem að eiga afmæli í febrúar og mars mega því eiga von á heimatilbúnum gjöfum.....

mánudagur, febrúar 12, 2007

Fimm haldara bolli


cup5ears
Originally uploaded by mogo!.

Er þetta ekki snilld ? Þessi bolli er gerður af hinn snjöllu flickr vinkonu minni, Monique Goossens.

Það er við hæfi þar sem að vinkona mín , keramikerinn, Katrín V var hér í heimsókn í kvöld.

Heimasíða hennar er www.kvalka.is

Katrín Björg og Lukka


Katrín Björg og Lukka
Originally uploaded by melong.

Frökenin er enn slöpp e veikindi síðustu viku og fékk því að leggja sig í sjónvarpssófanum með ungfrú Lukku. Báðar voru mjög ánægðar eins og sést hér á þessum myndum.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Hann á afmæli í dag !


Hann á afmæli í dag !
Originally uploaded by melong.

Þessi ungi maður, fyrrum bóndi og núverandi skógarhöggsmaður á afmæli í dag !
Hann skiptir deginum á milli gamla heimilisins og hins nýja.
Hann fór austur í gær til þess að gefa og líta eftir með leigjandanum.(kiddi mink i hálfan mánuð, borgar leigu m því að gefa fénu)
Hann verður kominn aftur áður en að vöfflukaffið byrjar.

Það er annað sem að ég verð að koma að í þessari afmælisfærslu er sú stórmerkilega frétt að mér tókst loks í gær, að klára bók ! Ég hef verið að lesa hana í sennilega rúma tvo mánuði !! Það er orðið mjög sjaldgæft að ég ljúki lestri á heilli bók. Einbeitingin dugar ekki nema að efnið sé því áhugaverðara. Ég verð líka að hafa mikinn tíma til að einbeitingin dugi. Hvað um það. þessi bók: "ADD friendly ways to organize your life" er alveg frábær bók, ég mæli með henni við alla. Það eru myndir og komment frá mér um hana á amazon.

Farið vel með ykkur í dag !

laugardagur, febrúar 10, 2007

Vöfflukaffi og braðsniðugir hankar

A. "Guðmundur" verður með vöfflukaffi á morgun í tilefni afmælis síns. Hann er ekki mikill afmæliskarl og því hefur hann gott af því að hafa lent í afmælisfjölskyldu eins og minni !!

B. Ég er alltaf að skoða eitthvað á netinu og þeir sem róa þeir fiska , ikke oss´ ?

í gær fann ég þessa sniðuga hanka sem eru líka geymsluhólf eða "frálegshylki" fyrir allt "draslið" sem að við burðumst með daglega.

föstudagur, febrúar 09, 2007

"Excercising is great but accessorizing is better"


A.sigti
Originally uploaded by melong.

Fann þetta á flickr.

Fimmtudagur


kbkmalverk
Originally uploaded by melong.

Frelsi, fjármál, fætingur, fætur, fínn, fimm, fimmtugur, fertugur, ferlegur, furðulegur, fanatískur, fáni, fífl, fjárhagur, filma, farinn, fýkur, fokinn, frjálslyndur, falinn, fram, framandlegur, ferðalag, ferð, fól, fatlaður, fríkaður, frábær . . . og klukkan er eitt eftir miðnætti !!


Guð er sá eini, sem aldrei þreytist á að hlusta á mennina
Sören Kirkegaard

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Orð dagsins


Þemadagarogskrúðganga 045
Originally uploaded by melong.


„Vöxtur er fálm í myrkri , hvatvíst, óyfirvegað verk án ávinnings
reynslunnar."

Henry Miller

Anna Frank


Þemadagarogskrúðganga 048
Originally uploaded by melong.

Einn nemandi vildi endilega gera Önnu Frank, ég leyfði henni það því að stúlka með hennar útlit gæti átt heima í N Ameríku í dag. Hún hefði líka átt það skilið að komast þangað og lifa lengur. En hvað um það

Hér er ég enn. Ég er bara búin að gefast alveg upp á sjálfsgagnrýni og er bara frábær. Maður heldur sig vera kominn eitthvað áleiðis en áttar sig svo á því að maður er kannski kominn í sama farið eða er ekki alveg búinn að láta af leiðum vana eins og að vera í stöðugri sjálfsritskoðun.

Er ekki fullkomin hvort eð er !

mánudagur, febrúar 05, 2007

Þemadagarogskrúðganga 060


Þemadagarogskrúðganga 060
Originally uploaded by melong.

Ég er soldið ánægð með myndirnar frá þemavikunni og held því áfram að flagga þeim hérna.

Ég var að koma úr pokavogi þar sem ég var í vinnustaðaheimsókn hjá vinkonu minni Katrínu Valgerði. Við afrekuðum miklu og vorum að vonum ánægðar með hittinginn.

ég er svo hrikalega fegin að þemadagarnir séu að baki. Þrátt fyrir að þetta sé gaman og alles þá er ég nú bara að kenna svo skemmtilegt fag að ég þarf ekki neina svona þemadaga. Það er soddan öryggi í rútínunni og því kann maður vel svona þrátt fyrir allt.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Heiða , homminn og hitt


Þemadagarogskrúðganga 040
Originally uploaded by melong.

Það fór nú svo að ég horfði á júróið í gær. Fyrsti þátturinn sem ég sé, ég var með frænkunum og ein þeirra vildi horfa. Ég átti í erfiðleikum með að velja á milli Heiðu og Diskólagsins. Ég er alltaf hrifin af lögum sem að fá mann til að dilla sér...

Myndin sýnir kort sem gert var af N- Ameríku á þemadögunum. Reyndar voru miklu fleiri dúkkulísur gerðar en sjást á myndinni.