fimmtudagur, maí 31, 2007

Síðasti í maí.


lcepavillion
Originally uploaded by melong.

Úrslitin í samræmdu dellunni eru komin.

Það er hlýtt í veðri en frekar hvasst. Reyndar gott að hafa blástur, annars væri ólíft.
Ég hef nú lokið við að flytja mig um stofu í skólanum. Úr útistofu upp á aðra hæð í Sandvík með útsýni yfir Tryggvagarð og Austurveginn. Og með leirbrennsluofni og betri aðstöðu að öllu leyti en í ""kofanum"".

miðvikudagur, maí 30, 2007

Miðvikudagur allt í einu.


Miss-terracotta
Originally uploaded by melong.

Já, tíminn líður hratt þegar að mikið er að gera. Maður gefur sér varla tíma til að pára.
Nú er maður að hamast við að klára veturinn og að ganga frá öllu í vinnunni. Ég er að flytja í nýja stofu svo að ég þarf líka að pakka niður.
Á föstudaginn fer ég í ferðalag með 5. bekk og á laugardaginn fer ég að hitta hina stúdentana frá 1987 á Hótel Nordica.
Á mánudaginn fer ég svo til Leeds !!

Mikið gaman. Mamma og Katrín Björg eiga heiðurinn af þessum flotta haus.

mánudagur, maí 28, 2007

Hvítasunna, dagur 2.


Gallery-Kambur-window
Originally uploaded by melong.

Við fengum gesti í dag.
Við fórum í ferðalag í dag.
Við fórum á sýningu í dag.
Við erum ánægð í dag !

Sláttumaðurinn


Sláttumaðurinn
Originally uploaded by melong.

Ég var að koma heim úr sveitinni. Ég fór að heiman til að fara heim í gær og kvöld fór ég einnig að heiman til að fara heim........

Dagurinn í dag var hinn fullkomni dagur. Heilmikið gert á Núpi og veðrið alveg hreint undursamlegt. Hvergi betra að vera á slíkum degi en í sveitinni okkar.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Nýja stjórnin


Faves or stars ?
Originally uploaded by melong.

Fyndið að fylgjast með fjölmiðlunum í dag og í kvöld.
Algerlega að tapa sér yfir tíðindunum.

Hér var veðjað um hverjir fengju embætti og stóðst það svona 80 % að ég held. Siglfirska þemað heldur áfram í stjórninni.
Og við Sunnlendingar með 2 ráðherra og í æðum annars þeirra rennur kjósískt blóð. Eftir tvær vikur héðan í frá verð ég komin til Leeds........

mánudagur, maí 21, 2007

Kubbastjórnin / Cube governement.


Kubbastjórnin / Cube governement.
Originally uploaded by melong.

Hér er mynd af forsíðu Fréttablaðsins og nýji kubburinn minn.

Undarlegt veðrið í dag og enn undarlegri var umfjöllun Kastljóss í kvöld um "hengingar". Ég gat ekki horft og varð að skipta um rás. Full mikið sýnt finnst mér. Ég þoli ekki svona sjónvarpsefni... einfalt mál.

Flickr

This is a test post from flickr, a fancy photo sharing thing.

föstudagur, maí 18, 2007

Marguerite


Mprik4
Originally uploaded by melong.

Lagið fjallar um einhverja Margréti en ekki er víst að gæðin séu eins og ætlast sé til. Var að hlusta á það áðan og það voru nokkrir hnökrar í því. Lagaðist er á leið lagið. Þið takið bara viljann fyrir verkið. Það er föstudagur !

Myndin sem fylgir er af 4 M - blómum. Bókstafurinn emm krúsidúllaður.

Stóra flóabitsmálið.


Lirfur
Originally uploaded by melong.

Ég veit núna hvað það þýðir að búa í Flóanum. Og ég veit hvað nafnið þýðir. Það þýðir að þetta svæði sé höfuðborg Starranna. Ég hef aldrei á ævinni verið eins bitin af flóm og núna í vor. Ég er búin að hafa samband við nágrannana sem eiga bílskúrinn sem að hýsir Starrafjölskyldu þá sem trúlega ber ábyrgð á öllum óþægindunum. Fjölskylda þessi skuldar mér a.m.k. þrjár túpur af kláðastillandi kremi.
Það eina sem að ég hafði upp úr því að upplýsa nágrannana voru ÞRJÚ bit á hálsinn !! Arg, það klæjar hrikalega................
Kannski Bítlalag frá 1967 lini sársaukann.......

miðvikudagur, maí 16, 2007

Rigning og tónlist frá árinu 1967


rainruda
Originally uploaded by melong.

Já, það ringdi heil ósköp hér á Selfossi , seinni partinn. Fólk var hálf hissa. Ég var ekki einu sinni í jakka.
Yndislegt að koma heim þar sem að ég heyrði í hestunum úti í hesthúsahverfi vera að hneggja. Yndislegra hljóð er vandfundnara. Stundum finnur maður líka ilminn frá þessari byggð líka. Ekki það oft að það sé hversdagslegt.

Lag dagsins er ; "þögnin er gulls í gildi" frá fæðingarári mínu. Það þekkja þetta allir.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Hugsaðu til mín


island
Originally uploaded by melong.

Ég er í nostalgíu. Lagið ber þess merki.
Það er úr bíómyndi eftir Almodovar, Háir hælar, hét hún.

mánudagur, maí 14, 2007

Mánudagsblús

Nú vill maður fá breytta ríkisstjórn. Mér sýnist ég verða að treysta á það að framsókn ákveði sjálf að fara í pásu......

A.egforbara

sunnudagur, maí 13, 2007

Lukka


LUkka
Originally uploaded by melong.

Ég skulda eina mynd á bloggið af Lukku á afmælisdeginum.

Ég er eðlileg


l´m normal
Originally uploaded by melong.

Það fór sem fór í nótt. Einhverjar breytingar verða þó vonandi á landsstjórninni.
Ég er sú sama og er að spekúlera hvort að ég sé eðlileg. Ef þessi rússnenska stúlka úr tv er eðlileg þá er ég það kannski ekki.
Skyldu kjósendur Sjálfsstæðisflokksins vera eðlilegir ?
Ég held að þeir séu ósjálfstæðir.......... annars hefðu þeir ekki látið sannfærast af hræðsluáróðrinum um hættuna sem fylgir því að vera hliðhollur vinstri...... Ég er vinstrisinnuð, samt eru fjármálin hjá mér mun betri en hjá mörgum sem eru til hægri. Hvað segir það okkur ?

ENN ER VON ...


victory ?
Originally uploaded by melong.

Fyrst átti þetta að tákna "Victory" en eftir því sem að á hefur liðið varð ég að breyta !!

laugardagur, maí 12, 2007

Kosningadagur


skyss.A
Originally uploaded by melong.

Ég fór til sýslumannsins í gær og kaus með stimpli.
Ég vildi geta verið frjáls ferða minna í dag, verð svo kannski heima í allan dag ! Við Guðmundur erum með lögheimili fyrir austan og ég hefði því þurft að keyra á Heimaland til að kjósa. Ég vil frekar fara í bílskúrinn í dag og vinna að hugðarefnum mínum.

GR er á vinnuvélanámskeiðinu og við Lukka hér saman í sólinni á Selfossi.

Varðandi kosningarnar þá vona ég að við fáum nýja ríkisstjórn eftir þennan dag. Það er bara hollt að skipta um. Þeir eru eins og ég, maður sinnir ákveðnum atriðum sem eiga huga manns allan en annað sem samt er mikilvægt verður útundan. Þess vegna er mikilvægt að fá nýja stjórnendur.

föstudagur, maí 11, 2007

Til hamingju !!!


aleidut
Originally uploaded by melong.

Lukka og Fanney systir sem að var að fá langþráð bréf frá Listaháskólanum. Hún fékk inngöngu í vöruhönnun og byrjar því spennandi nám í haust !!!!!!

INNILEGA TIL HAMINGJU !!!!!

ÉG ER ALVEG Í SKÝJUNUM YFIR ÞESSU !

fimmtudagur, maí 10, 2007

Lukka á afmæli á morgun


grmalar
Originally uploaded by melong.

Hún fær samt ekki mynda af sér á bloggið fyrr en á morgun því að GR fær heiðurinn í dag.
Hann byrjaði á vinnuvélanámskeiði kl 18 í dag og er ekki enn kominn heim !!!! ... (22:22)
Nú hann var að opna dyrnar á meðan ég var að klára síðustu setningu !!
Hann er svo drífandi maðurinn !!!!

þriðjudagur, maí 08, 2007

Lacy Mount Esja


Lacy Mount Esja
Originally uploaded by melong.

Tíðindalaust á austurvígstöðvunum.
Þessi mynd er tekin úr nýju húsi Bryndísar og Svanbjörns í Kópavoginum.

sunnudagur, maí 06, 2007

Megrunarlausi dagurinn i dag



Þessi mynd prýðir músamottu sem að ég fjárfesti í þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Ég var svo blönk þar að minn helsti lúxus í lífinu var að fara í Body Shop einu sinni í mánuði og kaupa mér krem og slíkt !!! Hinn lúxusinn var að ég vann stuttan vinnudag og gekk stundum í marga klukkutíma um borgina á leiðinni heim úr vinnunni. Ég bjó á fimmtu hæð, engin lyfta auðvitað. Ég var ekki í megrun og það þarf varla að segja það en kílóin hurfu eitt af öðru. Ég hef að vísu ekki farið í megrun enda fékk ég nóg af þeim, sá að þær virkuðu ekkert nema til að fita mann enn meira. Það er sennilega það mest fitandi sem að ég hef gert um ævina að vera í megrun. Það er af því að maður sveltir sig og þolir það auðvitað ekki og fer svo í ýkt ofát á eftir sem að engan enda ætlar að taka.....

Nánari upplýsingar um daginn hér: http://likamsvirding.blogspot.com/
(get ekki linkað í Safari)

laugardagur, maí 05, 2007

Laugardagskvöld


The hairdresser´s hand.
Originally uploaded by melong.

Ég fór í dag og skoðaði hús sem að vinir mínir hafa fest kaup á.
Hér má sjá aðra hendina á Bryndísi í gegnum forstofugluggann.
Ég óska þeim innilega til hamingju með áfangann !!!

Örgælur og Bílabókin


Örgælur og Bílabókin
Originally uploaded by melong.

Þessar frábæru bækur eru til sölu hjá mér !
Við kennarar í Vallaskóla bjuggum þær til sem fjáröflun fyrir ferð okkar til Leeds í júní. Stykkið kostar 1200 kr en parið 2000 kr.

Ég skora á ykkur að hafa samband. Örgælurnar er uppskriftabók með bröndurum og hollráðum ýmis konar sem að við kennarar söfnuðum í vetur. Ég á þarna leiðbeiningar um letieldamennsku og súpugerð. Bílabókin er hugsuð sem afþreyingarbók fyrir börnin í bílinn og eða ferðalagið. Undirrituð vann að báðum bókunum og setti upp þessar látlausu forsíður. Verið því ekki hissa ef að ég banka upp á hjá ykkur með bækurnar !!!!

föstudagur, maí 04, 2007

Hjólað í vinnuna...

....ekki. Ég ætlaði að vera með en hef ekki byrjað enn. Ég hyggst samt gera það áður en tímabilinu er lokið. Átakið stendur yfir til 22. maí og að sjálfsögðu taka Þorrinn og Góan þátt í því ! Þau standa sig betur en ég og ein þarf bara að leggja fimm mínútur fyrr af stað í vinnuna en venjulega. Það kalla ég gott.
Ég blogga um þetta hér til þess að ýta við sjálfri mér !!!!
Af einhverjum ástæðum þá þarf að rúlla músinni yfir textann til að sjá Þorruna og Góu linkinn !!!! Þetta er gert á pc, ég hélt að þetta myndi ekki gerast hér en í Safari er einmitt tengillinn á verkefnið ósýnilegt ! Skil ´etta ekk......

miðvikudagur, maí 02, 2007

Afmælisvísa


melong1
Originally uploaded by melong.

Margrét fertug


Á sér bú við Eyjafjöll

elsk að gáskans löndum

Fertug er og firnasnjöll

fljóð í litaböndum.



Heillaóskir á afmælisdaginn frá Heiðmari

Það er í dag !!!!!


40 today
Originally uploaded by melong.

Þá er komið að því !
Mér líður vel í dag og er ánægð !

mooii


mooii
Originally uploaded by melong.

Það er kominn annar maí ! En...... aðeins liðnar fjórar mínútur.
Mér skilst að ég hafi komið í heiminn , þriðjudaginn annan maí, klukkan 19:15. Þannig að , nákvæmlega fertug verð ég um kvöldmatarleytið þennan dag !

þriðjudagur, maí 01, 2007

Hátíðisdagur verkalýðsins


246 Asolfsskali
Originally uploaded by melong.

Einu sinni vann fólk alla laugardaga og meira en tíu tíma á dag. Langamma og langafi tóku þátt í mótmælagöngum og unnu að því að aðkomendurnir byggju við betri kjör...

Nóg um það..

Afmælisveislan á sunnudaginn heppnaðist mjög vel og veðrið var afar hjálplegt. Öll börnin voru úti að leika sér og komu varla inn. Ég myndi segja að það sé búið að sannreyna það að Réttarholt 14 sé frekar hentugt partýhús !

Í gær fór ég svo í heimsóknarrúnt, austur á bóginn, leit á kindurnar ofl.
Í dag kom Bryndís og sonur hennar, Víðir Snær í heimsókn, en ég hef verið aðeins að aðstoða hann fyrir samræmdu prófin sem einmitt byrja á morgun.

GR er farinn austur til að plægja. RVR fór líka og strákarnir hans. Lukka líka, þannig að ég hef húsið út af fyrir mig.
Ég get notað daginn í að hugleiða það hvað ég sé ung....