laugardagur, júní 30, 2007

Laugardagur til lukku


A younger Katrin.
Originally uploaded by melong.

Ég fann þessa mynd í fórum mínum. Ég var að fikta í Fótósjoppi í fyrsta skipti í hátt í tíu ár og var nýbúin að eignast orkubókina mína.

Í dag er ég að velt því fyrir mér að endurnýja tölvuna mína og fá mér iMac í staðinn. Kannski sel ég þessa eða lána systur minni hana.
Við Guðmundur ætlum austur á morgun. Í dag tökum við því rólega.

Ég er ekki alveg að nenna út í vinnustofuna, málaði yfir mig í fyrradag......

föstudagur, júní 29, 2007

9 ára í dag !


kbhogme
Originally uploaded by melong.

Fröken Katrín Björg Hjálmarsdóttir á afmæli í dag, hún er bara strax orðin níu ára gömul.

Hún kom heim úr Kaldárseli í dag og var afar fegin að koma heim. Fólkið þar var; ", Stjórnsamt, stjórnsamt og stjórnsamt !" Þetta eru hennar eigin orð. Ekki slæmt heldur að koma heim á slíkum degi og fá sérstakar móttökur og gjafir. Mamma, pabbi, Gísli, Lukka og ég vorum heima og sungum strax fyirr hana afmælissönginn.
Stúlkan var yfir sig ánægð og spennt vegna alls þessa.

Henni finnst ekki leiðinlegt að vera miðpunkturinn !

Hún átti allt þetta skilið í dag.

fimmtudagur, júní 28, 2007

On the road.....V


On the road.....V
Originally uploaded by melong.

Önnur sumarhúsamynd......
Ég á von á Guðmundi heim á morgun. En svo er ég að fara sjálf að heiman í tæpa viku næsta mánudag. Ég fór út, ég kom heim, hann var farinn að heiman, hann kemur heim, ég fer að heiman !
Vonandi verður hann svo kominn í sumarfrí þegar ég kem aftur....

þriðjudagur, júní 26, 2007

On the road.....I


On the road.....I
Originally uploaded by melong.

Þetta sá ég 21. júní þegar ég var að koma heim eftir sólstöðutónleikana í Grasagarðinum.
Ekki óalgeng sjón á Suðurlandsveginum.....

mánudagur, júní 25, 2007

Gisli minn


Gisli-minn
Originally uploaded by melong.

Nú er maður kominn í Pokavoginn og þá verður að birta mynd héðan. Hún er tekin í Skólagerðinu og sýnir feðgana Eggert og Gísla. Eggert að hvíla sig en sonurinn er að sprella. Hann er alltaf á hreyfingu eins og á við um fríska unga menn á hans aldri. "Ég er fjagRRR ára." Hann er afar skýrmæltur og leggur sérstaklega áherslu á errin. Ég fæ kannski að sækja hann í leikskólann með Lukku. Þau eru afar fínir vinir.

sunnudagur, júní 24, 2007

Dásamlegur dagur


a-wonderful-day
Originally uploaded by melong.

Yndislegt veður.
Við Guðmundur unnum í garðinum í dag, loksins. Lítið hefur verið gert hingað til nema að slá. Reyndar settum við niður rifs og sólberjasprota en það var ekki mikil vinna.

föstudagur, júní 22, 2007

an-interesting-place


an-interesting-place
Originally uploaded by melong.

Í dag er maður að vinna í bílskúrnum og í tölvunni. Hef aðeins tekið í sláttuvélina enda löngu kominn tími á slátt !

Fór í gær á frábæra tónleika með Páli Óskari og Monicu. Frænkurnar buðu mér sem hluta af 40 ára afm.gj.
Þegar við gengum að Kaffi Flóru, þar sem tónleikarnir fóru fram, þá HEYRÐUM við fyrsta mark Íslensku stelpnanna gegn Serbum. Það var ótrúlega magnað og ég fékk alveg gæsahúð. Fagnaðarlætin voru ótrúleg og það voru greinilega margir á vellinum.

Næst lengsti dagur- taka tvö


walkie-talkie-man
Originally uploaded by melong.

Ég er farin að skæpa á ný. Fyrir vini og vandamenn sem eru með skype væri fínt að hafa samband við mig til að fá notendanafnið mitt.

mbk margret



My status




Skype Me™!

fimmtudagur, júní 21, 2007

Þúsundasta myndin mín á flickr !


Photo number 1000 ; My new gallery !
Originally uploaded by melong.

Þar kom að því.
Ekki er verra að myndefnið er af fjárhúsinu og hlöðunni á NÚPI.

Í lok júlí hyggst ég halda þar myndlistarsýningu !!

go nat
Margrét

miðvikudagur, júní 20, 2007

katrine


katrine
Originally uploaded by melong.

Frænka mín, klár og sniðug, hefur gaman af því að gretta sig framan í myndavél !

Sleep interupted


Sleep interupted
Originally uploaded by melong.

Ég vona að þessir kumpánar hafi það sæmilegt. Ég rakst á þá í Leeds.

þriðjudagur, júní 19, 2007

19. júní , til hamingju með daginn konur !



:Af vef femínistafélagsins:

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní næstkomandi. Við hvetjum alla sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki til að gera eitthvað bleikt þennan dag.

Tónlist......


My iTunes card
Originally uploaded by melong.

og blaðamennska.

Myndin: sönnun þess að ég komst loks í það að kaupa tónlist í gegnum iTunes. Ekki opið okkur Íslendingum. (algert SVINDL myndu krakkarnir segja og ég er sammála þeim !)

Ég fékk óvænt DV inn um lúguna hjá mér. Er ekki áskrifandi að neinu dagblaði nema Sunnleska. Ekkert merkilegt nema frétt á baksíðunni. Ég ætla að pikka upp 2 síðustu setningarnar í fréttinni um að skuldarar fái ekki þjófavörn.
;
"Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki svar frá Securitas um þetta mál.
Ekki fengust viðbrögð frá Securitas."

!!!!!!!

Ég verð með sér færslu um 19. júní, á eftir að finna bleika mynd......

mánudagur, júní 18, 2007

Hjólaveður ?


Leeds-bike
Originally uploaded by melong.

Það er gott hjólavegður í dag, að ég held. Í það minnsta bý ég í hinum fullkomna hjólabæ, miðað við Ísland almennt.
Þarf að draga hjólið út á bensínstöð og pumpa eitthvað af lofti í dekkinn, annars verður ekkert hjólað.

Ég er aftur ein, Guðmundur er farinn austur í sveitir og kemur ekki aftur fyrr en um helgina, kannski ekki fyrr en á laugardaginn eins og þessa helgi. Mikið sem þarf að planta á þessu landi og fullþörf á því. Það vantar hins vegar fólk til þess. Fólk vill borga fyrir plöntur en vill frekar að aðrir planti fyrir það. Hvernig endar þetta ?

Ísland er skrýtið.

sunnudagur, júní 17, 2007

Gleðilega hátíð !


My last 25 favourites
Originally uploaded by melong.

Vinkona mín, Jóna María Norðdahl , er fertug í dag. Ég sendi henni afmæliskveðjur með þessu mósaíki.

Við Guðmundur ætlum að rúlla út í sveit, skoða eina virkjun kannski. Ég leyfi honum að ráða í dag. Hann vinnur svo mikið.

föstudagur, júní 15, 2007

Do-you-know-who-l-am


Do-you-know-who-l-am
Originally uploaded by melong.

Skoðið þessa síðu;

http://www.theattentionmovie.com/

Sérstaklega ef að þið hafið áhuga á athyglisbresti og ofvirkni.
Og ef þið viljið skilja hver ég er.

Ég hef ekki verið að flagga því en í vetur þá greindist ég með bæði A og O. Það útskýrir algerlega afhverju ég er eins og ég er !

Þvílíkur léttir. Hef verið að lesa mér til í vetur, farið á námskeið hjá ADHD coach og svo fór ég á lyf og þau eru að hjálpa mér afar mikið. Var ekki fylgjandi lyfjum en ákvað að prófa og ég er rólegri og einbeittari. Framkvæmi meira sem er það sem þurfti.

http://www.theattentionmovie.com/

Felgur


Felgur
Originally uploaded by melong.

Föstudagur til frægðar , eða hvað ?

Ég sé ekki Guðmund fyrr en á morgun............hann plantar og plantar þarna f. austan Kirkjubæjarklaustur. Það vantar víst einhvern ekki yngri en tvítugan til að vinna á plöntunarvélinni. Þarf að vera þolinmóður.... ef þið vitið um einhvern.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Notaðu höfuðið. Kenndu.


User-your-head
Originally uploaded by melong.

Ég sá þetta plakat á vegg í Leeds. Það var risastórt, þetta er tekið innan úr því.
Höfðaði til mín, nema hvað !

þriðjudagur, júní 12, 2007

Margar myndir teknar


Photos taken from June 4th to June 11th.
Originally uploaded by melong.

Þá er ég búin að hlaða inn öllum myndunum sem að ég tók úti.
Ég henti þó nokkuð mörgun því að ég var ekki með nógu mörg gígabæt. Hefði sennilega getað klárað eitt gíg á dag !!
Það var svo margt að sjá og endalaust myndefnið.Ég er svo ánægð með húsið mitt eftir að hafa verið í þrjár nætur í gluggalausu hótelherbergi, ég veit núna að er kölluð "city rooms"
Passið ykkur á þessu !

föstudagur, júní 08, 2007

Britannia Hotel


IMG_3136
Originally uploaded by Charles Mok.

Thetta er hotelid sem vid erum a.
Jeg hef aldrei a aevinni verid i herbergi sem er EKKI med glugga !
GLUGGALAUST hotelherbergi !!!

God ferd til UK

Nuna er jeg stodd i Apple verslun i Machester. Buin ad fikta i tolvum og senda sms.
Ferdin hefur verid afar anaegjuleg hingad til. Gaman ad skoda skolana og skemmtilegt i Leeds.
l dag komum vid til Manchester og verdum fram a manudagskvold.Buin ad taka hatt i thusund myndir ! Meira seinna.

sunnudagur, júní 03, 2007

Kútter Haraldur


Kútter Haraldur
Originally uploaded by melong.

Í dag er sjómannadagurinn og veðrið eftir því !!!!
Rok og rigning.
Á morgun fer ég til Leeds og verð þar fram á föstudag, þá fer ég til Manchester og verð þar fram á mánudaginn , 11. júni og kem heim seint um kvöldið.

föstudagur, júní 01, 2007

Vindþurrkun


lce-pavillion-svhv
Originally uploaded by melong.

Titillinn lýsir deginum. Ég fór í skólaferðalag sem ég kom ekki út fyrr en að verða þrjú. Þá þurfti ég að huga að fjáröflunarnefndinni. Við erum að reyna að ganga frá en eitthvað þurfa nú málin að flækjast á síðustu stundu ! Ég skrifaði niður hjá mér atriði sem ber að hafa í huga "næst". Eitthvað hefur nú maður lært svo að vonandi verður þetta skýrara næst. Ekki það að ég sé að bjóða mig fram í næstu nefnd. Finnst mega bara alveg setja inn nýtt fólk. En ef ég þekki mig rétt mun ég örugglega þurfa að opna munninn og koma með hugmyndir......

Ég finn ekki ferðatöskuna mína, búin að leita í báðum húsum.....á alveg eftir að gera allt fyrir ferðina og er að fara að djamma á morgun !

Mynd dagsins er tekin við Gallery Kamb. Verk eftir Ólaf Elíasson sem helst nýtur sín að vetri til. Það var sett upp á Kjarvalsstöðum 1998 og heitir "lce Pavillion".