sunnudagur, janúar 27, 2008

Systur í snjó


Fanney-Margrét-Fiat
Originally uploaded by melong.

Þessi mynd er tekin þar sem að nú stendur bílskúr við hús foreldra minna. Það var búið að steypa grunninn þarna.
Bíll þessi er einn af þeim eftirminnilegri úr sögu fjölskyldunnar.
Amma Margrét saumaði skíðagallann sem að ég er í þarna og ég held að Fanney sé um það bil 4 ára og ég þá 11 ára.

föstudagur, janúar 25, 2008

Hvað skyldi þessi litla dama hafa verið að hugsa ?


June-1969
Originally uploaded by melong.

Mjög langt síðan að þessi var tekin. Árið 1969 mun það hafa verið...
Je, dúdda mía.


Grettin er hún og lík Einsa Long , finnst mér....

þriðjudagur, janúar 22, 2008

11-ára


11-ára
Originally uploaded by melong.

Þessi unga stúlka var orðin mjög pólitísk og hefði nú ekki haft mikið álit á borgarstjórnarfulltrúunum í höfuðstaðnum.....
Það hef ég reyndar ekki og ofbýður algerlega valdagræðgin og ístöðuleysið.

Í minni fjölskyldu þá stendur maður við sitt og gefst ekki áður en maður er byrjaður.

Svona getur maður verið vitur. .. hvað myndi ég gera ef að ég væri að vinna með þessu fólki ? Hvað ef að ég væri borgarfulltrúi í Reykjavík ?
Það eru ekki margir sem að ég myndi treysta mér til að treysta...

laugardagur, janúar 19, 2008

Mér finnst snjórinn æðislegur.


Blue-eight
Originally uploaded by melong.

Enn á ný hefur snjóað. ....
það hefur bætt í á hverjum degi síðan að snjórinn ákvað að flytjast hingað á Selfoss.
Mér finnst það dásamlegt. Það er svo ævintýralegt úti að líta.
Það verður allt svo fallegt !

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Frétt dagsins......eða þannig.


Frétt dagsins......eða þannig.
Originally uploaded by melong.

Hér er úrklippa úr Dagskránni.

Textinn er eftirfarandi.

Fyrsta baðstofukvöld Sambands
sunnlenskra kvenna (SSK) var
haldið þriðjudagskvöldið 15. janúar
í Selinu á Selfossi en hugmyndin er
að halda slíkt kvöld mánaðarlega
vítt og breitt um Suðurland árið
2008. Á kvöldunum er hugmynd
um að vinna ýmis konar handverk,
ekki síst að sauma myndir út frá
munstrum sem Margrét Einarsdóttir
Long, myndmenntakennari, lætur
konunum í té. Stefnan er sett á að
sauma 80 útsaumsmyndir í tilefni
af 80 ára afmæli SSK á árinu og
sýna þær í fjárhúsinu á Núpi I undir
Eyjafjöllum hjá Margréti í sumar.
Í framhaldinu verða myndirnar
seldar og ágóðinn látinn renna til
nýrrar kapellu í nýbyggingu
Sjúkrahúss Suðurlands. Í SSK eru
um 1000 félagskonur en kvenfélögin
á starfssvæði félagsins eru 27.
Vegna þess hversu færðin var
léleg á fyrsta baðstofukvöldinu 15.
janúar hefur verið ákveðið að
endurtaka það þriðjudaginn 22.
janúar kl. 20:30. Þá verður verkefni
Margrétar m.a. kynnt og farið yfir
það helsta sem gert verður á
afmælisárinu. Kvenfélagskonur eru
hvattar til að fjölmenna.
MHH

Úti er alltaf að snjóa.....


neige-bleue
Originally uploaded by melong.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Andvaka


1501-sne
Originally uploaded by melong.

Svona leit Réttarholtið út seinnipartinn í dag eftir að við GR vorum búin að moka.
Ég sópaði snjó af græna bílnum 2 sinnum og Guðmundur 1 sinni.
Það snjóaði meira og minna allan daginn og hef ég ekki séð svona mikinn snjó í átta ár !!!
Ég fékk meirað segja nokkra löngun til að stíga á skíði, þvílík var stemningin !

sunnudagur, janúar 13, 2008

Ef ég ætti arinn myndi ég kveikja upp í honum í dag.


fire
Originally uploaded by melong.

Guðmundur er á Núpi. Hann er enn í jólafríi. Það kemur sér vel fyrir hann eins og á stendur.
Hann fór í magaspeglun í byrjun vikunnar því að barkabólga sem hann fékk í haust var þrálát og lagaðist ekki nógu vel.
Í ljós kom að um er að ræða eftirfarandi; þindarslit, bakteríur í maga og bakflæði. Hvorki meira né minna.
Ég las mér til um bakflæði í morgun og komst að því að barkarbólga er fylgifiskur hennar þannig að þetta virðist vera rökrétt afleiðing af henni.

Nú loksins í dag líður honum eitthvað betur svo að ég er dauðfegin að heyra það. Ég er frekar upptekin núna.

Ég er að vinna í námsmati því að ég er að fá nýja nemendur á morgun og þarf að ganga frá eftir haustönnina.
Einnig er ég að vinna í Photoshop vegna verkefnis sem ég er að vinna fyrir Samband Sunnlenskra kvenna sem mun verða áttrætt á þessu ári.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Snjóföl


Rau-holt_Selfossi
Originally uploaded by melong.

ekki ný mynd heldur "gömul".
allt í status quoi hér í bæ....

Snjóföl


Rau-holt_Selfossi
Originally uploaded by melong.

ekki ný mynd heldur "gömul".
allt í status quoi hér í bæ....

laugardagur, janúar 05, 2008

Hr. Haarde


Prime minister
Originally uploaded by melong.

Þessi maður má gjarnan gera sitt til að koma í veg fyrir að ákveðinn maður bjóði sig fram til forseta Íslands.
Maður sem þjóðin hefur áður hafnað á ekkert erindi í að eyða peningum okkar til einskins. Hér á ég við hr. Á. Magnusson.
Þekki manninn ekkert en KRÆST, ekki gera okkur það aftur að bjóða þig fram......

Jólailmur


more-humidity
Originally uploaded by melong.

Jólailmurinn fyllir húsið því að ég hef verið með hangikjet í pottinum í allt kvöld... Ég skipti mjög oft um vatn og suðan er að koma upp aftur og aftur.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

GLEÐILEGT NÝTT ÁR


kirkja.á.ská
Originally uploaded by melong.

Og kærar þakkir fyrir innlitin á gamla árinu !