miðvikudagur, júlí 30, 2008

Það er svona heitt á Selfossi


fire
Originally uploaded by melong.

Ég er að kafna. Ég lít aðeins út og fer svo inn aftur.....mig langar í sundlaug !

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Sýningin opnuð um helgina


Frá sýningunni 80 08
Originally uploaded by melong.

Þetta er óopinberar fréttir. Ég hef ekki þurft að taka niður sýninguna svo ég læt það ganga að það verði opið hjá okkur um helgina. Látið það ganga !

laugardagur, júlí 19, 2008

Sólardagur


sterkarigísli
Originally uploaded by melong.

Myndin sýnir systurson minn, hann Gísla, lyfta alveg gríðarlega þungum járnkarli. Sá liggur ekki á liði sínu við að hjálpa til og í þetta skipti sló hann út heila fjóra nagla fyrir okkur með sínum eigin hamri.

Veðrið er gott , það er gott....

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Sólardagur


Mátti til með að pósta þessa mynd eftir Gísla. Hann hefur nú ekki mikið teiknað hjá mér. Ekki fyrr en hann var hér í eina viku með systur sinni. Hann var mjög einbeittur við að draga upp þessa hringi. Katrínu fannst þetta nú ekki merkilegt enda 10 ára.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ho ho


Ho ho
Originally uploaded by melong
Þau eru hress, Katrín og Gísli , og kunna hinar ýmsu auglýsingar utan að.....

miðvikudagur, júlí 09, 2008

51.Þórsmörk


51.Þórsmörk
Originally uploaded by melong.

Dásamlegt veður undir Eyjafjöllum í dag. Sólin skín þó með örlítlum vindi. Það kemur ekki að sök.
Katrín og Gísli eru hjá Ástu að hjálpa henni í garðinum. Ég er afar upptekin við að gera ekki neitt. Sýningin er opin og ég ætti að vera að rykluga.......

föstudagur, júlí 04, 2008

Föstudagurinn hlýji


gestabókin
Originally uploaded by melong.

Það hefur verið gott veður í dag og á köflum afar hlýtt.
Umferðin er nokkuð mikil eða var það þegar við Guðmundur fórum að laga annað skiltið er fauk í nýliðnu roki.
Ég sé það betur núna að öll skilti eru í raun of lítil.
Til að ná athygli fólks þá þarf eitthvað stórt og áberandi.


Heilir tveir gestir í dag. Töluvert fleiri í gær samt. Þetta er misjafnt og von á hinum og þessum um helgina.