Græni stóllinn
Originally uploaded by melong.
Þessi fékkst í Maddömmunum , hérna á Selfossi. Veit ekki hvort að hann er enn til en ástæðan fyrir því að ég keypti hann ekki var sú að Guðmundi féll hann ekki í geð.....
Þessi fékkst í Maddömmunum , hérna á Selfossi. Veit ekki hvort að hann er enn til en ástæðan fyrir því að ég keypti hann ekki var sú að Guðmundi féll hann ekki í geð.....
Nú styttist í almyrkva á tungli, en þann 21. febrúar verður tunglmyrkvi sem mun sjást um miðja nótt frá Íslandi.
Almyrkvinn verður á milli kl. 3:01 og 3:51 aðfararnótt fimmtudagsins, eða "mjög seint á miðvikudagskvöld". Tunglið byrjar að ganga inn í alskugga jarðar kl. 1:43 og hefst þá deildarmyrkvi. Smám saman breytist deildarmyrkvinn í almyrkva eins og sést á myndinni neðst á síðunni.
Almyrkvi á tungli getur verið mikið sjónarspil ef vel viðrar. Með hefðbundnum handsjónauka nýtur maður hans mun betur en með berum augum, en hann getur verið mjög tilkomumikill jafnvel þó maður hafi ekki sjónauka við hendina.
Við almyrkvann tekur tunglið á sig undarlegan roða. Litbrigðin geta verið undurfögur, og ásýnd mánans virðist breytast frá því að vera hringlaga flöt skífa á himninum yfir í þrívíða dimmrauða kúlu sem svífur á milli stjarnanna. Stjörnur, sem áður voru ósýnilegar vegna glýju frá tunglinu, koma í ljós og tindra umhverfis fylgihnött jarðar sem skartar sínu fegusta og svífur um himinfestinguna í allri sinni dýrð. Myndin hér fyrir ofan gefur vonandi hugmynd um hvað í vændum er.
Deildarmyrkvi hefst: 1:43
Almyrkvi hefst: 3:01
Miður myrkvi: 3:26
Almyrkva lýkur: 3:51
Deildarmyrkva lýkur: 5:09
Textinn er fenginn á íslenskum stjörnuskoðaravef.
Guðmundur gerir ekki mikið úr afmælum en það geri ég hins vegar !
Hann fór upp í Þjórsárdal í morgun til að vera með skógarpúkum þar.
Ég man ekki hvað leikskólinn heitir. Hann er í Borgarholtinu fyrir neðan Kópavogskirkju. Ég gæti svosem fundið þetta út á kopavogur.is.....
KÓPASTEINN. Þá er það á hreinu.
Ég var líka um tíma á öðrum leikskóla í austurbænum. En ég fór aldrei í 6 ára bekk en tvisvar sinnum í 7 ára bekk.