sunnudagur, mars 19, 2006

Fra Sorpstöð Suðurlands

Ert þú sóari ?

Hendir þú reglulega skemmdum eða óætum mat ?

Kaupir þú hluti einungis til að nota þá ekki ?

Ert þú með mánaðarkort eða árskort í líkamsrækt sem þú notar aldrei ?

Stelpur, kaupið þið dress eða skó sem einungis eru notaðir einu sinni eða tvisvar ?

Strákar, hversu margir ykkar eiga rafmagnsknúið dót sem safnar ryki ?

Þessi orð eru niðurlag á grein sem fjallar um sóun í nútímaþjóðfélagi. Sagt er frá mjög athyglisverðri rannsókn sem gerð var í Bretlandi. Þið finnið grein þessa á http://www.sudurland.is/sorpstod/
Titillinn er ÞREYTT KÁL. Því eins og margir vita þá kaupum við stundum of mikið og sumt, sérstaklega grænmeti endar oft í ruslinu... þá er nú gott að vera með heimajarðgerð í garðinum... því að matarúrgangar eru u.þ.b. 30 % - 50 % af öllu heimilissorpi !!! Það er ekkert smáræði sem hægt er að spara samfélaginu með því að flokka matarafganga frá hinu sorpinu.

Engin ummæli: