Fuglaflensa er veirusjúkdómur sem smitast fyrst og fremst á milli fugla. Veiran sem veldur sjúkdómnum er náskyld öðrum flensuveirum sem valda flensu í öðrum dýrategundum þ.á.m. í mönnum, hestum, hvölum, kattardýrum. Villtir vatnafuglar t.d. endur geta verið með fuglaflensuveiruna í sér án þess að vera veikir og er talið að þeir geti smitað aðra fugla, einkum alifugla eins og hænur og kalkúna, sem geta orðið mjög veikir ef þeir smitast. Í nokkrum fátækum löndum í Asíu, við afar sérstakar aðstæður, hafa menn smitast af alifuglum. Vegna þessa er fuglaflensa ekki talin vera svo hættuleg fyrir okkur.
Veiran sem veldur fuglaflensu hefur fundist í villtum fuglum víða í heiminum en hefur ekki fundist í fuglum á Íslandi né í þeim löndum sem farfuglar á Íslandi koma frá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli