mánudagur, apríl 03, 2006

Mjukur manudagur

Jæja, þá er hætt að snjóa. Þetta var alveg gullfalleg púðursnjókoma. En sem betur fer varð ekki mikið úr. Vonandi kemur ekki meira fyrr en í desember.
Jæja, gærdagurinn var fínn. Svolítið mikil seta en ég lifði það af !
Katrín stóð sig alveg ofsalega vel. Eftir að hafa fylgst með krökkunum á undan var ég ekki alveg viss. Það kom misjafnlega vel út og mér fannst tónlistin of hátt stillt og hljóðvinnslan svona og svona. En þetta var í góðu lagi hjá henni, vegna þess að hún heldur lagi ! Svo var það alveg augljóst að hún hafði afskaplega gaman af þessu. Frænka okkar, og fyrrum vinnukona, Anna Laufey var líka með og hún var líka greinilega að fíla þetta í botn. Það voru ekki allir í jafn miklum fíling og þessar tvær frænkur.
Ég þekkti til margra barna sem þarna komu fram, því átti ég ekki von á fyrirfram en er auðvitað svo sem lógískt, þar sem ég þekki marga sem eiga börn á þessum aldri.

Engin ummæli: