miðvikudagur, júní 21, 2006

ennþa miðvikudagur....

...og ennþá mikil blíða !
Ég skrapp hingað á Kaffi Krús eftir fund. Ég þurfti nauðsynlega að komast á netið og ekki var verra að fá sér gott latte.
Ég uppgötvaði að ég gleymdi kaffigræjunum í sveitinni og nenni því ekki að laga kaffi þegar ég kem í Réttarholtið. Reyndar er ég þar með espressokönnu þannig að ég er í raun í góðum málum.
Það er alveg hrikalega mikil braslykt hér !!! PUFF. Svo er hálfgerð saumaklúbbsstemning líka því að hér eru nær eingöngu konur.



Svo er ég hérna með einn skemmtilegan tölvubrandara fyrir konur og karla. Ég fann hann að tilviljun þegar ég var að leita að mynd fyrir frænku mína. Þetta gerist nú ekki á makka get ég sagt ykkur !
En að öðru ;

Já , núna er ég á Núpi
og syng svo glöð og kát
----------------
----------------

Það vantar enn botn á þetta vísubrot. Þetta var nú grín en samt mega alveg fleiri skilja eftir "comment" til mín. En c´est la vie. Tout va bien et le soleil brille !

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já , núna er ég á Núpi
og syng svo glöð og kát

Enginn þarna úti
syngur um blöð og bát.