mánudagur, júní 26, 2006

Goð kaup og enn þa betri felagsskapur

Jæja, mér finnst svosem ekkert hafa gerst hjá mér síðan síðast en mér gengur afar hægt með að mála. Eftir að pabbi fór þá hef ég bara klárað svefnherbergið. Ég er með ganginn næstum því alveg tilbúinn undir málningu. Búin að sparsla og pússa og plasta. Ég hafði hugsað mér að skella mér í þetta í kvöld að mála fyrstu umferð, það er þó ekki öruggt því að klukkan er orðin margt og ég enn í Kópavogi þannig að það bíður sennilega til morguns.
Ég svaf yfir mig, ef svo má segja, og var með hausverk annan daginn í röð og komst í eitthvað óstuð og í stað þess að vera í óstuði á Selfossi og ekki gera neitt nema að vera í sjálfsvorkunn þá dreif ég mig í bíltúr í vesturátt og endaði í Ikea. Þar gerði ég smá innkaup í húsið ekkert mikið. En þaðan hélt ég í Góða hirðinn því þar hafði ég séð afar ódýra matardiska og mig vantar meira leirtau í Réttarholtið. Jæja, þetta verð nú ferð til fjár því að ekki aðeins fann ég diska heldur einnig bráðskemmtilegan spegil á þúsund kall og æðislegt eldhúsborð á 3000 kall !!!
Ansi gaman bara og er þetta allt úti í bíl á meðan ég er í kaffi með 2 skemmtilegum vinkonum sem að ég hitti því miður ekki oft þannig að gleðin er mikil.

Ég er svolítið óþolinmóð, víldi óska að ég væri kröftugri og hraðvirkari en ég er það ekki og verð að sætta mig við það og ég er bara eins og ég er eins og kvað hinn mæti frakki, Jacques Prevert. "Je suis comme je suis et je suis fait comme ca." (Ég er eins og ég er og ég er þannig gerð)
Nú er ég hjá Fanneyju og er búin að leika alls konar dýr, eins og nashyrning, krókódíl og ref með Gísla sem er alla daga að leika dýr og vill borða mann og er bara fyndinn. Þetta hefur verið góður dagur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst fólk ekki nógu duglegt að commentera hér!!
HVET ALLA til að skjóta nú doltið á hana systur mína!

hér kemur fyrri partur til að botna:

Botnlaust bloggar ungfrúin,
unnir þér og mér.

Nafnlaus sagði...

Je , dúdda mía, þú biður ekki um lítið !!!
takk ég reyni að botna við tækifæri
kv. Margrét