Aðrir málningardagar hafa ekki verið settir á kortið enda verður að taka einn dag í einu í búskapnum. Ég vei ekki með málningarpartý, það væri þá kannski þegar mála þarf húsið að utan því að það þarf að gerast hratt og örugglega, ikke oss ?
Svo er ég á báðum áttum hvort að frökenin verði hér áfram eftir reiðnámskeiðið. Hún þjáist af miklum mótþróa greyið, og vill alls ekki láta "skipa sér fyrir" eins og henni finnst að ég geri. Ég sendi hana heim ef að hún fer ekki eftir okkar reglum. Ég er búin að tala um það og ætla að standa við það.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli