fimmtudagur, júní 29, 2006

Lukka fer í bæjarferð

Jæja, við stöllurnar Lukka og ég, lögðum af stað í bæjarferð um tvöleytið í dag.
Hún hefur ekki áður farið að heiman og aldrei í svona langa bílferð. Ekki síðan hún
var hvolpur og ég sótti hana í Laugarás.
Ég þurfti að koma við í Landsbankanum á Hvolsvelli og ég ákvað að hleypa henni út úr bílnum til að viðra hana. Hún ætlaði að koma með mér inn en var aum að fá það ekki.
Ég var svo stressuð yfir að skilja hana eftir eina úti að ég var friðlaus á meðan ég var þar inni. Hún hélt sig fast við bílinn því að hann þekkir hún vel. Hún var stressuð og vældi í mér þegar ég kom út. Hún lét mig sko vita að hún væri ekki ánægð með að vera yfirgefin á ókunnum stað. Ég ákvað því að skilja hana eftir í bílnum þegar ég fór í Kjarnann á Selfossi til að kaupa hundadótt í dýrabúðinni þar. Ég taldi að henni myndi líða betur í bílnum. Ég keypti ól , öryggisbelti og hundanammi sem hún lítur svo ekki við !!!

Hún var auðvitað stjarnan í afmælinu og mikil hamingja hjá börnunum að fá hana í heimsókn. Hún gat alveg farið frá mér þarna þar sem að það var svo mikið að fólki til að dúllast í henni. Það var eins og ég hélt hún fílar sig vel og er innilega þægileg og róleg og ekki heyriðist í henni bofs. Ekki þarna inni um marga kunnuga.
Pabbi fór með hana í hjólreiðatúr áðan og gekk það mjög vel. systir mín er komin ásamt katrínu til að fara með okkur í göngutúr.

E. göngutúr:

Það var gaman að fara rúnt um vesturbæinn minn gamla með Fanneyju, Katrínu og Lukku. Þegar við vorum komnar til baka ákvað ég að fara á bílnum til í Skólagerðið að sækja nýju myndavélina hans pabba sem hafði gleymst þar. Ég ýtti Lukku frá mér og skellti á nefið á henni. Ég var varla búin að vera eina mínútu í Skólagerði þegar að mamma hringdi af því að Lukka var alveg ómöguleg og að mamma var að fara greinilega á taugum af meðaumkun. Hún er svo góð og má ekkert aumt sjá. Pabba tókst eitthvað að róa hana en hún var verulega ánægð þegar ég kom tilbaka. Hún er ekki tilbúin í pðssun kerlingargreyið. Ég fékk alveg hland fyrir hjartað
að leggja svona mikið á hana á einum degi !!! Ef ég stend upp til að færa mig um stað í h úsinu eltir hún mig til að athuga hvert ég sé að fara ! Hún er eins og skuggi minn !

Engin ummæli: