þriðjudagur, júní 06, 2006

Þriðjudagsmorgunn

Það er ekki alveg hætt að rigna hér. Í morgun hélt ég að það yrði sól og gott í dag. Sólin skein glatt og það var enn þurrt og hlýtt þegar ég lagði af stað með Katrínu í Skálakot rétt um kl. 9.
Útlitið er samt nokkuð gott og mikið hefur grænkað hjá okkur ! Það er alveg dásamlegt hreint.
Hér var gestkvæmt í gær. Óli og Sigurlaug komu, og svo e. hádegi Úlfar frændi Guðmundar og kona hans með yngri dótturina. Sannkölluð gestahelgi hjá okkur og greinilegt að sumarið er komið.
Ég hef verið hálf löt eða vanvirk um helgina en er þó farin að elda mat handa heimilisfólki. Það er þó meira stuð í mér í dag því að stundum verð ég orkurík á því að gera ekkert í smá tíma. Það safnast upp orkan.

Engin ummæli: