föstudagur, júní 16, 2006

Ískapurinn kominn inn i bil

Guðmundur er bara að skola af sér og ég nota tækifærið til að pára. Verð samt að vera snögg.
Núps drifið er ávallt á Guðmundi og þá er hann tilbúinn áður en maður er búinn að snúa sér í hálfan hring.
Einu sinni sagði kona við mig á námskeiði, Hey það vantar nú alveg hraðaelementið í þig.
Við vorum að mála og þessi góða kona kláraði mynd á einu kvöldi en ég var í margar vikur, og rúmlega það , að mála
kúlumyndina mína. Ég var að vanda mig og njóta þess sem að ég var að gera. Jæja, þetta á frekar við mig í dag.
Ég var mjög rösk hér áður fyrr en er farin að þurfa miklu meiri tíma í því að undirbúa mig, ég rýk ekki lengur af stað eins og fyrrum. Nú tala ég eins og gömul kona, he he. Ég var ansi rösk að ná í Kópavogsstrætó á Kópavogsbrautinni forðum daga.
Hann er tilbúinn. Bless í bili.

Engin ummæli: