sunnudagur, júní 04, 2006

Sunnudagur til sælu

Jæja, nú er að deyja eða drepast , eins og Geirharður Markgreifi sagði um árið.
Ég var að lesa blogg Eymundar, vinar okkar, og hann skrifar á hverjum degi heilmikla lýsingu á deginum.
Hann vinnur 20 sinnum meira en ég en gefur sér samt tíma. Þegar hann sefur út þá fer hann á fætur kl. 9 !
Fyrirmyndar piltur í alla staði. Við erum á sitt hvorum endanum í virkni, hann ofvirkur og ég vanvirk !
Hvað um það. Við Guðmundur erum að útbúa okkur til ferðar á Selfoss. Þar ætlum við að vera í dag og halda áfram með að undirbúa undir málningu. Við erum ekki búin að kaupa malningu enn, erum að bíða eftir einu tilboði. Þetta kemur allt með kalda vatninu, myndi mamma segja. Ég held að það sé siglfirskt máltæki.
Foreldrar mínir, systir og hennar börn eru í húsbílaferðalagi á Suðurlandi og ætlum við að skiptast á einu barni í dag. Katrín Björg byrjar á reiðnámskeiði í Skálakoti á þriðjudaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem að hún fer á reiðnámskeið hér í sveit. Hún vill alls ekki missa af þessu og hefði viljað koma hingað í gær hefði hún fengið að ráða. Gott er að maður þurfi ekki að pína börnin til sín !
Stúlkan hefur þroskast mikið í vetur og það er mjög gaman að hafa hana og er ég virkari manneskja þegar hún er á svæðinu. Við getum gert heilmikið saman og hún er afar dugleg þrátt fyrir ungan aldur og annað.
Ég hef lært svo mikið af henni að það hálfa væri nóg og hefur það nýst mér mjög mikið í kennslunni.

Best er að drífa sig, gott fólk, ég bý með svo röskum manni að hann gæti verið tilbúinn á punktinum til að fara. He he. Alle ha mieux bien day heute !
(!)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

Nafnlaus sagði...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»