fimmtudagur, júlí 20, 2006

Solardagur i sælurikinu

Haustmánuður byjrar í dag samkvæmt almanakinu ,

hér er ekki haustlegt heldur sumarlegt. Í dag langar engum til að hugsa um haustið.

Þessa vikur hefur verið sett heimsóknarmet á Núpi eitt. Í gær fengum
við fulla rútu af erlendum ferðamönnum í kaffi til okkar. Reyndar voru þeir bara tíu. Það var david sam, frændi Stefnis og Simma, sem kom hér í hlað með ferðamenn í eldri kantinum , flesta danska. Þrír voru kanadískir og ein norsk.
Þau voru himinlifandi yfir því að fá að koma inn í kaffi á íslenskt heimili og það var gaman að fá þau.

Þvottavélamálin tóku óvænta stefnu í gærkveldi þegar ég var að setja í vél fyrir nóttina. Ég ráðgerði mikla þvotta í dag á rúmfötum. Og nú er sko þurrkurinn til þess.
Nei, lokið á velinni datt af. Það hefur reyndar gerst áður og okkur tekist að skella því á aftur en í morgun þegar GR fór að hyggja að þessu, þá vill lokið ekki lokast og nú er hann að skella vélinni í bílinn til þess að keyra henni á Hellu til rafvirkja !!
Grautfúlt að standa í svona þegar þurrkurinn er í hámarki en maður verður víst að bíta á jaxlinn og vera þolinmóður. Þvottavélin í mjólkurhúsinu er lengi búin að vera í ólagi og gr ætlar að kippa henni með líka.

Það verður áfram gestagangur og barnafjöld hér á bæ. Um helgina koma bræðrasynir GR, Hrannar og Daði. Síðan stendur mikið til í fjölskyldunni vegna 40 ára brúðkaupsafmælis mömmu og pabba sem verður á sunnudaginn. Þau bjóða börnum og mökum út að borða á Hótel Eddu og svo verður brönsj í þeirra boði hér a sunnudaginn ! Miikið stuð og fjör. Hér verða 2 húsbílar og eitt safari tjald. Myndir af því seinna. Pabbi á nýja myndavél og ég get tekið myndir á hana.
Meira seinna.

VEÐRIÐ ER GEGGJAÐ

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

I like it! Good job. Go on.
»

Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»