fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mambo italiano á finnsku er mjög flott

Músík og mas á Ruv í dag. Tómas R. spilar fyrir okkur afar skemmtilega tónlist.

Það er frábært að geta hlustað á netútvarp. Ég hlusta á Laufskálann eftir kennslu og svo líka stundum Samfélagið í nærmynd. Þetta eru góðir þættir sem maður þarf ekki að missa af. Nú hlustar maður þegar manni hentar.

Nú er ég búin að kenna hér í 3 daga og mér líst vel á nemendurna. Það er ólíkt sem að ég er að gera núna miðað við starfið í Hvolsskóla. Algerlega ólíkt. Þó svo að ég sakni pínu unglinganna þá er ég mjög ánægð með bíttin. Í það minnsta enn sem komið er

Engin ummæli: