föstudagur, ágúst 04, 2006

Netfri

Ég er búinað vera netlaus og heldur ekki í neinu netstuði, þannig lagað.
Ég er núna hjá Fanneyju. Ég er hins vegar búin að fá mér adsl í Réttarholtið en á eftir að græja það. Ég er komin með heimasíma og allt. Þið bara sendið mér smess eða flettið mér upp hjá Já. Svo er nú ekki verra að fá fólk í kaffi.
Fanney droppaði í kvöldkaffi í vikunni, það var alveg hrikalega kósý.
Ég er aðallega í bílskúrnum að mála hann. Ég leyfi svona hreiðurgerðarfílíngnum bara að saltast. Að vísu þá hengdi ég upp tvö málverk í dag en annað er of hátt uppi og þarf að færa.

Markmiðið með pokavogsheimsókninni var að fara í skápaþrif hér í Skólagerði á morgun. Svo hafði ég hugsað mér að heimsækja Guðmund og Lukku á sunnudaginn.

Næsta fimmtudag byrja ég á námskeið og á öðru á föstudeginum. Þrír dagar á námsskeiði og svo annað námskeið 15. og þá byrja ég í Vallaskóla.
Guðmundur er nú orðinn einn á bænum. Drengirnir fóru síðasta miðvikudag.
Mig langar mikið til að hafa Lukku þangað til að skólinn byrjar en henni finnst svo gaman að rekar kýr að ég er ekki alveg viss.

Það gengur vel hjá Guðmundi að hreinsa út úr fjárhúsunum. Hann er núna með smágröfu og er víst að grafa. Við höfum ekkert auglýst hjólhýsa- og fellihýsageymslu Guðmundar og Gilitruttar en þið megið láta það ganga að Guðmundur geymi slíka gripi. Hann er nú þegar búinn að lofa að geyma nokkur landbúnaðartæki og tvo húsbíla.

Engin ummæli: