sunnudagur, september 17, 2006

Banaslys á Suðurlandsvegi

Það fór ekki á milli mála í gærkveldi að eitthvað mikið hafði gerst , ég heyrði í sírenunum láta verulega illa og ég vonaði að það væri ekki slæmt slys. Því miður var það ekki svo. Hestamaður varð fyrir ungum ökumanni. Ungi maðurinn er á sjúkrahúsi en hestamaðurinn lést.

Þetta er svo nálægt mér og mér er ekki alveg sama um Guðmund sem er nú á leiðinni hingað til mín. Ég veit að hann fer varlega svo að ég hef ekki miklar áhyggjur enda hjálpa þær manni ekki neitt, nema síður sé.

Mín skoðun á þessum umferðarmálum er sú að hér sé um þjóðfélagsmein að ræða og að þetta sýni bara hvað við Íslendingar eigum allmennt í vanda með lög og reglur og að taka tillit til annara en okkar sjálfra. Við erum afskaplega miklir egóistar og erum að ala upp þannig fólk. Auðvitað alhæfi ég en svona sé ég þetta, við erum kóngar í ríki okkar og þar með á vegunum.

Ég lendi oft í því að ekið sé framúr mér á beinni línu. Meirað segja TVÖFALDRI BEINNI LÍNU (í beygjunni neðst í Kömbunum.) Oft er ég á löglegum hraða en oftar ekki aðeins meira en það. Ég er samt ekki að KEYRA NÓGU HRATT !!! Ég hef lent í því að menn með aftanívagna, fellihýsi og hestakerrrur þurfa líka að keyra hraðar en ég. Samt mega þessir ökumenn ekki keyra hraðar en 80. Samt keyri ég frekar greitt og ég fer oft yfir hámarkshraða. Samt sjaldnar og sjaldnar, sem betur fer. Í Kömbunum er hámarkshraði 60 - 70 km/klst. Samt keyri ég á 80 eða þar um bil. Og aðrir miklu hraðar en það. Ég skil það nú bara ekki. Á vetrum keyri ég miklu hægar og þeir þurfa að fara fram úr mér á hálkunni og allt !

Fullt af ökumönnum er ok og þeim má alveg fjölga....

Engin ummæli: