laugardagur, september 23, 2006

Eg ma vera pirruð

Já, það er í lagi.
Ég má það alveg án þess að fá samviskubit.
Núna sit ég og horfi á þátt Jóns Ólafssonar í fyrsta skipti.
Mér finnst afskaplega gaman að sjá klipp frá svarthvítum dögum RÚV. Það rifjar ýmislegt upp úr æsku minni.
Það eina sem vantaði í þáttinn um barnaefni RÚV voru Sigga og Skessan sem að ég var afar hrifin af á árum áður.
Talandi um rúv þá er fyrsta sjónvarpsminning mín tengd Vestmannaeyjargosinu 1973. Þá var ég fimm ára og hafði eignast um jólin afar flottan dúkkuvagna sem kom sko frá "úttlöndum". Móðurbróðir minn var í siglingum á þeim tíma og þetta var ein dásemd að eignast þennan vagn. Hvað um það. Þarna í fréttunum var verið að sýna þegar að eigur eyjamanna voru hífðar í báta og úr bátum og viti menn. Í fréttatíma sá ég MINN vagn svífa um í loftinu við bryggjuna í rvík eða annars staðar.
Hjá mér var allt svo einstakt, ég hélt í alvurinna að bara ég ætti svona flott !!!
Ég var naif þá og er það enn !!!

Engin ummæli: