miðvikudagur, september 20, 2006

Hostasaft og hallæri

Það væri gott að vera í vinnu núna þar sem að maður þyrfti ekki að nota röddina.
Ég er ekki veik en ansi slöpp og með hálsbólgu. Ég fór því í ríkið hér á Selfossi áðan og keypti mér "hóstasaft". Ég vildi að ég gæti sleppt fundi í kvöld en það yrði mér ekki til hagsbóta svo að þangað til læt ég fara lítið fyrir mér.

Á morgun verður svo farið á haustþing sunnlenskra kennara á Flúðum og komið aftur á föstudaginn. Þangað til næst hafið það gott.

Engin ummæli: