sunnudagur, október 01, 2006

FRAM

Frænkufélagið heitir FRAM. Fanney, Ragnheiður, Anna, Margrét.
Það var gaman, lært og teiknað.
Gott veður, stjörnur og norðurljós.
Svo fór ég heim í sveitina seinni partinn. Þar var verið að skera korn. Ég tók þátt í því.
Lukka kom með mér og svo elti hún mig upp eftir og svo aftur niðureftir !!!
Ekki alveg að treysta því að ég kæmi aftur.

Ég er að kálast í eyrunum og hálsinum. Ég er nú búin að vera með þessa hálsbólgu í hálfan mánuð og er orðin alveg leið á því.
Það er verra að vera illt í eyrum en hálsi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Margrét mín.

Gangi þér rosalega vel. Halltu áfram að gera svona rosalega góða hluti eins og þú ert að gera. Ég er hress og kátur. Alltaf að grennast. Hafðu það sem best. Láttu þér batna.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson