sunnudagur, október 29, 2006

Gott veður er gott


One plant
Originally uploaded by melong.
Ég set inn þessa mynd sem að ég tók í gær því að stemningin er sú sama í dag. Það er vegna sólarinnar sem skín á ný. Það er allt svo fallegt þegar hún lætur á sér kræla, ekki síst á þessum árstíma þegar litbrigðin eru enn mjög fljölbreytt.
Maður notar fríið til að setja inn myndir enda er það tímafrekt að ganga frá myndum þannig að þær líti vel út og séu vefhæfar. Þess vegna er gott að sameina þetta sjónvarpsglápi. Svona eins og að nota tímann og hekla eða teikna á meðan maður situr fyrir framan imbann. Reyndar er ég ekki núna að horfa á sjónvarp en ég er hins vegar að hlusta á messuna á ruv.is. Biskupinn hátíðlegi er að predika. Allt í góðu lagi með það.

Á eftir ætla ég svo út í bílskúr og dunda mér þar. Það er svooo GAMAN og mér líður ssvooo VEL þar. Ég skal finna mynd og pósta hér við tækifæri.

"Maður verður að hafa vit á því að vera í góðu skapi."
Nafnlaus Skagfirðingur

2 ummæli:

Margrétarblogg sagði...

Ég er bókstaflega DOTTIN Í flickr !

Margrétarblogg sagði...

En núna er ég búin að logga mig út !