laugardagur, október 21, 2006

Milli 11 og 12

Veðrið hér er gott, sólin skín en auðvitað er svalt, það er nú einu sinni kominn vetur samkvæmt dagatalinu.
Ég fékk óvænta heimsókn í morgun frá meðeigand mínum að húsinu. Herra G Ragg.
Hann var að sækja dótarí í fjárhúsið og lét svo lítð að líta hér inn og þiggja hjá mér kaffi ! Svo kemur hann ekki aftur fyrr en e ca 10 daga því að hann er kominn í vinnu hjá frænku sinni, Sigurlaugu á Nýjabæ. Hún og Óli, maður hennar, ætla að bregða sér í frí og ætlar Guðmundur að mjólka fyrir þau. Hann verður auðvitað ekki einn, því að móðurbróðir hans Leifur er ekki að fara neitt og verða þeir því saman í þessu. Þarna er myndarlegt fjós með fjölmörgum gripum og góðri aðstöðu.
Þegar að þetta verður búið ætlar Guðmundur svo LOKSINS að flytja hingað til mín í Réttarholtið.

Engin ummæli: