föstudagur, nóvember 10, 2006

Föstudagur aftur strax ?

Jæja, veðrið var ekki eins slæmt og ég átti von á. Í það minnsta er lausa dótið á bak við hús enn á sínum stað. Guðmundur segir líka að þetta hafi ekki verið eins stórfenglegt og síðast.

Nú er fyrsta "postcrossing" kortið mitt komið á leiðarenda til Roosu í Finnlandi.
Skoðið www.postcrossing.com.
Það var einhver sem vildi fá annað í pósinn en gluggabréf sem að startaði þessu. Maður sendir kort og svo sendir einhver manni kort. Mitt kort fór rúmlega tvöþúsund kílómetra til Finnlands. Og núna er annað kortið mitt á leiðinni til Robin í Lawrenceville í USA. Svon núna má ég eiga von á því að fá kort þar sem að ég er komin inn í kerfið. Maður sendir kort og svo skráir móttakandinn númer manns á vefsíðunni og þá má láta aðra manneskju fá adressuna manns til að senda manni kort.
Það eru a.m.k. tvær síður á flickr sem að eru helgaðar þessu verkefni. Þar setur fólk inn myndir af kortum sem að það hefur sent eða fengið. Ég stefni að því að senda heimagerð kort en byrjaði á týpískum íslenskum túristakortum.

target="_blank">src="http://atli.askja.org/jol/banner.gif">

Engin ummæli: