laugardagur, nóvember 04, 2006

Heima er bezt


Staircase Núpur
Originally uploaded by melong.
Ég slappa svo af hér í sveitinni að það er einum of. Þegar ég er hér er ég ekki mjög praktísk of vildi helst liggja í leisí boj eða taka myndir, nú eða knúsa Lukku mína.
Ég er eiginlega enn með kökk í solar plexus vegna söknuðar til hennar sem að gýs upp þegar við hittumst.
En nú hef ég ákveðið að taka hana með mér á Selfoss því að ég verð að hafa í það minnsta annað þeirra , Lukku eða Guðmund. Ekki gott að vera án þeirra beggja. Guðmundi seinkar enn á Selfoss, það er mikið að gera hjá honum hérna svo að ég verð því að fara heim í hádeginu, sem að mér finnst reyndar ekki slæmt og fara með Lukku á rúnt. Svo líka á daginn þegar að vinnudegi lýkur. Ég þarf líka á hreyfingunni að halda ekki síður og hún. Lukka þarf líka , fyrr en seinna, að venjast því að vera í Réttarholti á meðan við Guðmundur erum í vinnu.
Ragnar Valur og Guðmundur eru að slátra og svo verður helginni eytt í að hakka kjöt og hakka kjöt. Gaman , gaman. (góður félagsskapur)

Engin ummæli: