fimmtudagur, desember 14, 2006

Frostið er fallegt


jolaljoshreyfing
Originally uploaded by melong.
Ég veit ekki með ykkur en lífið er stöðugt að koma mér á óvart. Eða er ég bara svona barnaleg ?

Það er kalt en fallegt veður á Selfossi og jólaspennan í börnunum hefur ekki minnkað. Jól þetta og jól hitt út um allt. Kannski ekki von að þau séu spennt.

Guðmundur og Lukka skruppu austur í morgun og er u þar enn. Það þurfti að láta folöld í dag og það hefur tafist svo ekki eru þau komin enn.
Það verður bara gaman þegar að þau koma aftur.

Ég get nú skammlaust farið út með Lukku í myrkri þar sem að ég fékk þessi fínu endurskinsmerki í dag, bæði fyrir hana og fyrir mig og Guðmund.

Hafðu það gott og þú ert frábær, hver sem þú ert !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir innlitið á síðuna hjá mér um daginn!
Ég skoða oft síðuna hjá þér en gleymi oft að kommenta á það sem þú ert að segja, þetta liggur einhvernveginn svo ljóst fyrir, eins og þú setur þetta upp. Ég lofa þér því að við Fránsi munum reka inn nefinn okkar fyrir jólinn og hlakka til að sjá ykkur.
Gummi karlinn, vonandi komin úr sveitinni og farinn að venjast lífinu í höfuðstað Suðurlands.
Bestu kveðjur vinkona, Eymundur

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir thad sys !!

Nafnlaus sagði...

Þú ert líka frábær Margrét!