laugardagur, desember 23, 2006

Þorlakur minn runninn upp


Það er ekki hægt að kvarta yfir ofvirkni á bloggsviðinu hjá mér.
En ef ég hef ekki tíma til að blogga, núna þegar loks er komið jólafrí, hver hefur þá tíma til að lesa slíkt og annað eins ? Ég bara spyr.
Það er allt að smella saman en ég get samt alveg stressað mig upp þrátt fyrir það. Okkur tókst að koma út jólakortunum á elleftu stundu sem ég tel mikið afrek.

Ekki þýðir að tefja hér lengi, ekki bíður nóttin lengi eftir manni og því síður batteríið á tölvunni.

Ég bið því alla vel að lifa þangað til næst. Við förum í skötu á morgun til Boga frænda, GR hefur aldrei prófað slíkt og hefur ekki áhuga en það er nú fleira þar á boðstólunum fyrir vandláta. Katrín er hér hjá okkur aðra nótt í röð og er búin að sinna Lukku og skreyta fyrir okkur jólatréð.

Engin ummæli: