miðvikudagur, janúar 17, 2007

ammaafiogbörn


ammaafiogbörn
Originally uploaded by melong.

Þar sem heili minn líkist stundum gatasigti þá verð ég bara að blogga þessari mynd jafnvel þótt ég hefði birt hana hér áður.

Alltaf haldið upp á hana þrátt fyrir að afi sé í örlítilli þoku.
Amma á heiðurinn af fatnaði barnanna ungu, Ásgeirs og mömmu.

Hér á Selfossi er jafn kalt og að undanförnu og tíðindalaust að mestu leyti. Ég er núna búin að hitta alla nýju hópana og fæ fyrstu hópana í annað sinnið á morgun og þá er að sjá hvort að ég muni einhver nöfn frá því í fyrri viku. Í fyrsta sinn sýndi ég þá framsýni að taka mynd af hverjum og einum nemanda, uppi við töflu og skrifa þar nafn viðkomandi svo og bekkjarins. Þetta trix hefur hjálpað mér heilmikið við að festa nöfnin. Ég hef þá alltaf myndirnar og get kíkt á þær áður en að börnin mæta hjá mér.

Ég skoða líka vel alla afmælisdaga og stjörnumerki til að reyna að tengja eitthvað sérstakt við hvern og einn.
Upp úr stendur hún Ásta en hún á sama afmælisdag og ég. Meirað segaj man ég að hún er í 5. bekk !!

Vel af sér vikið fyrir bráðum fertugt gatasigti !!!
Hvað er maður að kvarta eiginlega ?

Engin ummæli: