
ruslalok
Originally uploaded by melong.
Margbreytilegur dagur framundan, bókbandið, afmæli Gísla míns (hann verður 4 ára 6. mars)
og svo fertugsafmæli Bryndísar , vinkonu minnar og klippara, sem hún fagnar á Nordica í kvöld.
Þetta er allt saman ágætt en ég á eftir að pakka inn gjöfum og skrifa á kortin og det hele og stutt í að ég þurfi að leggja af stað í bæinn. GR er reyndar ókominn að austan en hann er mun stundvísari en ég og alveg óþarfi að hafa áhyggjur hans vegna.
Þessi ljósmynd er af lokinu á gömlu ruslatunnunni. Hún fékk afar misjafna dóma á flickr. Undarlegt hvernig smekkur manna er, ég skil stundum ekki þetta undarlega fyrirbæri....
................
................
Engin ummæli:
Skrifa ummæli