miðvikudagur, mars 07, 2007

Nýji jarðgerðarkassinn


My creation
Originally uploaded by melong.

Við Guðmundur vorum að fá okkur jarðgerðarkassa til nota innan dyra. Mig hefur langar í svona lengi en loksins (rétt fyrir kaupbindindið) pantaði ég hann. Ég rauk í það að borða appelsínur bara til þess að geta sett efni í hann !!!
Við höfum hann í eldhúsinu uppi á borði til að byrja með. Það er bara svo að ég geti fylgst nákvæmlega hvað er að gerast og hvernig gengur. Hitastigið hefur ekki hækkað mikið enda ekki mikið komið í hann, ekki mikið eldað hér þessa viku enda við bara tvö ein.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innandyrajarðgerðarkassi? Kemur ekki fýla úr svona kössum? Ég hef aldrei heyrt þá nefnda fyrr.
Kveðja úr snjónum á Akureyri.

Margrétarblogg sagði...

Skoðaðu www.sviri.is , það er engin lykt nema þegar maður opnar kassann. Á eftir að blogga betur um þetta. Bestu kveðjur norður.
Margrét