
katringislistigi
Originally uploaded by melong.
Sunnudagssteikin er í ofninum og Fanney og Eggert á leiðinni hingað til að borða með okkur og til að sækja börnin sem verið hafa hjá okkur um helgina. Katrín og Guðmundur fóru í göngutúr með Lukku en við Gisli erum að sýsla hér heima. "Ætlarru ekki að elda matinn. Ert ekki að elda ?" Kartöflurnar sjóða sig sjálfar og ég hef stillt klukkuna á ofninum svo að ég gleymi ekki tímanum hér við tölvuna............
1 ummæli:
Takk kærlega fyrir börnin og máltíðina, ótrúlega ljúffeng og góð.
Gísli spurði svona 5 mín eftir að við komum heim: "hvenær förum við aftur til frænku ?
Góð meðmæli það!!
kv
SYS
Skrifa ummæli