miðvikudagur, apríl 04, 2007

Katrín syngur vel.


Katrín singing
Originally uploaded by melong.

Já, hver þykir sinn fugl fagur en ég held samt að ég hafi nú rétt fyrir mér með söngrödd frænku minnar.

Hún var að syngja og leika í Borgarleikhúsinu ásamt öðrum nemendum í Sönglist.

í dag vorum við að skreyta fyrir fermingu frænda míns Jónasar Ásgeirs. Við erum systkinabörn í móðurætt. Það eru aðeins 26 ár á milli okkar og við systkinabörnin erum alls þrjú ! Ég , Fanney og Jónas !!! Litla fjölskyldan mín.
Jónas stundar skylmingar og hefur orðið Norðurlandameistari. Matarborðið er skreytt mep sverðum og hjálmum. Hann spilar líka afar vel á harmoniku og mun einmitt spila ásamt fjórum félögum á morgun. Þeir voru að æfa sig í dag þegar að við vorum að skreyta og það var alveg hrikalega gaman að hafa svona skemmtilega lifandi tónlist í eyrunum á meðan. Forsmekkur fyrir morgundaginn.

Engin ummæli: