miðvikudagur, apríl 25, 2007

Sjonvarpslausa vikan hafin

Nú er þriðji dagurinnn í þorra og góu "átakinu" að horfa ekki á sjónvarp, en nú stendur yfir alþjóðlega "TV turn off week"
Við köllum þetta að gamni okkar "smátak" þar sem að við erum með þema/átak í eina viku í einu.
Ég hef notað tímann til að undirbúa stórafmælið. Annars væri ég kannski út í bílskúr eða að dunda mér eitthvað. Síðasta laugardag þá var leiðinlegt í tv og ég braut saman þvott og gægðist á netið.
Það sem að er merkilegast við það að horfa ekki á sjónvarp er að ég fer fyrr að sofa á kvöldin !!!! Það er nú akkúrat þar sem að skórinn hefur kreppt að hjá mér, ég á erfitt með að koma mér í bólið á kvöldin !!!

Skoðið www.thorrioggoa.blogspot.com en þar má finna ýmsa sjónvarpslausa tengla, ef svo má segja !!!

Engin ummæli: