
krani s o a p
Originally uploaded by melong.
Ég hefi loksins , eftir miklar vangaveltur, ákveðið að halda upp á fertugsafmælið mitt. Ég hef verið afar óákveðin. Ég sem að er svo mikil afmæliskona átti í miklu basli með þetta.
Ég held líka upp á áfanginn með því að taka mér frí í vinnunni, mánudaginn fyrir annan og fæ þannig 4 daga helgi.
Ég er bíllaus, sá græni er á verkstæði og GR er fyrir austan, á fullu að keyra skít. Fyrstu lömbin eru komin, ég vona að hann taki myndir af þeim.
Tvílembingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli