
246 Asolfsskali
Originally uploaded by melong.
Einu sinni vann fólk alla laugardaga og meira en tíu tíma á dag. Langamma og langafi tóku þátt í mótmælagöngum og unnu að því að aðkomendurnir byggju við betri kjör...
Nóg um það..
Afmælisveislan á sunnudaginn heppnaðist mjög vel og veðrið var afar hjálplegt. Öll börnin voru úti að leika sér og komu varla inn. Ég myndi segja að það sé búið að sannreyna það að Réttarholt 14 sé frekar hentugt partýhús !
Í gær fór ég svo í heimsóknarrúnt, austur á bóginn, leit á kindurnar ofl.
Í dag kom Bryndís og sonur hennar, Víðir Snær í heimsókn, en ég hef verið aðeins að aðstoða hann fyrir samræmdu prófin sem einmitt byrja á morgun.
GR er farinn austur til að plægja. RVR fór líka og strákarnir hans. Lukka líka, þannig að ég hef húsið út af fyrir mig.
Ég get notað daginn í að hugleiða það hvað ég sé ung....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli