
Örgælur og Bílabókin
Originally uploaded by melong.
Þessar frábæru bækur eru til sölu hjá mér !
Við kennarar í Vallaskóla bjuggum þær til sem fjáröflun fyrir ferð okkar til Leeds í júní. Stykkið kostar 1200 kr en parið 2000 kr.
Ég skora á ykkur að hafa samband. Örgælurnar er uppskriftabók með bröndurum og hollráðum ýmis konar sem að við kennarar söfnuðum í vetur. Ég á þarna leiðbeiningar um letieldamennsku og súpugerð. Bílabókin er hugsuð sem afþreyingarbók fyrir börnin í bílinn og eða ferðalagið. Undirrituð vann að báðum bókunum og setti upp þessar látlausu forsíður. Verið því ekki hissa ef að ég banka upp á hjá ykkur með bækurnar !!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli