föstudagur, júní 01, 2007

Vindþurrkun


lce-pavillion-svhv
Originally uploaded by melong.

Titillinn lýsir deginum. Ég fór í skólaferðalag sem ég kom ekki út fyrr en að verða þrjú. Þá þurfti ég að huga að fjáröflunarnefndinni. Við erum að reyna að ganga frá en eitthvað þurfa nú málin að flækjast á síðustu stundu ! Ég skrifaði niður hjá mér atriði sem ber að hafa í huga "næst". Eitthvað hefur nú maður lært svo að vonandi verður þetta skýrara næst. Ekki það að ég sé að bjóða mig fram í næstu nefnd. Finnst mega bara alveg setja inn nýtt fólk. En ef ég þekki mig rétt mun ég örugglega þurfa að opna munninn og koma með hugmyndir......

Ég finn ekki ferðatöskuna mína, búin að leita í báðum húsum.....á alveg eftir að gera allt fyrir ferðina og er að fara að djamma á morgun !

Mynd dagsins er tekin við Gallery Kamb. Verk eftir Ólaf Elíasson sem helst nýtur sín að vetri til. Það var sett upp á Kjarvalsstöðum 1998 og heitir "lce Pavillion".

Engin ummæli: