föstudagur, júlí 20, 2007

Andvaka ...... enn og aftur


Fíflar_stilkar / weed project
Originally uploaded by melong.

Mér gengur ekki vel að sofna þessa dagana.
Ég sit nú við tölvuna með kamillute. Ætla aftur upp í þegar það er búið.

Ég var syfjuð snemma, fór upp í fyrir kl 21:20 og sofnaði svo kannski um ellefu leytið. Byrjaði með klassískri tónlist til að róa mig. Síðan hugleiðslu.
Ég fór fram til að fara á salernið
Ég sofnaði.
Ég vaknaði til að fara aftur á salernið. Hugmyndirnar fóru að flæða inn og ég fékk ekkert við þær ráðið. Hausinn á mér er svo virkur núna að hann þvælist fyrir mér...ég er búin að skrifa níður 3 eða 4 myndlistarverk af stærri gráðunni.

Guðmundur kom upp í og ég reyndi og reyndi en svo gafst ég upp. Þá var klukkan nokkuð gengin í eitt.
Ég var rétt sest við tölvuna með teketilinn (já, það dugir ekkert minna !)
þegar ég heyrði hroturnar innan úr svefnherberginu !!

Við erum eins og svart og hvítt í svefnmálum ! Hann sofnar á nóinu og vaknar einn tveir og tíu.
En ég , ætla aldrei að sofna og aldrei að vakna heldur !!!!!
Ég hef látið teið kólna aðeins of mikið. Það virkar betur ef það er drukkið sjóðandi heitt. Eða eins og tungan þolir.

Spurningin er ... þarf ég annan pott eða er ég orðin nógu syfjuð núna ?
(augnalokin eru aðeins farin að síga...)

Engin ummæli: