
Buslað í Svinadal
Originally uploaded by melong.
Ég kom við hjá Fanneyju og Eggerti í sumarhúsi við Svínadal í gær. Lét tilleiðast að fara hinum megin við vatnið til að busla. Það var mjög hressandi og ég er ánægð með myndirnar sem að ég tók af krökkunum.
Í dag hefur verið gestkvæmt. 5 fullorðnir og 3 börn hafa komið.
Bryndís vinkona kom með 3 krakka og Kristín Björg kom með 3 konur....! Hér var svaka flott miðdegishlaðborð með dýrindis kræsingum. Það var skemmtilegt, mjög góðir gestir þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli