mánudagur, júlí 02, 2007

Í Fellabæ


feik
Originally uploaded by melong.

Í dag keyrði ég frá Núpi hingað austur. Ég er hjá Fanneyju frænku á veitingastað sem hún á og rekur í Fellabæ og heitir "Hetjan".
Ég var komin upp úr fjegur austur og byrjaði á smá rúnti og ákvað síðan að fá mér kaffibolla. Sá að hér er Te og Kaffi með kaffishús. Fyrsta fólkið sem að ég sá þar voru Sigga frænka Boga og sonur hennar Pétur Bogi. (kokkur á Hótel Eddu, Neskaupsstað)
Svona er landið lítið eða eitthvað.
Svo kom ég hingað og hjálpaði Fanneyju með kvöldmatinn, gerði súpu sem heitir núna Möggusúpa. Ég sat svo og teiknaði þangað til að ég ákvað að fara í rúnt. Á rúntinum fann ég skóg sem að heitir Selskógur og er í ofanverðum Egilstaðakaupstað. Ég losnaði við bílsetuverki með því að fara stóran göngutúr og taka nokkrar myndir í leiðinni. Það var ekki fyrr en ég sneri hingað á Hetjuna aftur að ég komst að því að þetta er náttúrlega netkaffi !!! En ekki hvað ?

Í fyrramálið fer ég svo að Eiðum og húllumhæið með myndmenntakennurum frá norðurlöndunum hefst og stendur fram á laugardag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Margrét mín
Ef þér dettur í hug að fara norðurleiðina heim máttu ekki gleyma okkur hér á Akureyri. Mundu að þú ert alltaf velkomin og þitt fólk.