mánudagur, ágúst 06, 2007

3. sýningardagur


view-from-sofa-corner
Originally uploaded by melong.

Dagurinn í dag hefur verið alveg stórgóður.
Fyrir hádegi fór ég með Fanneyju og Eggerti í fjallgöngu. Ég hef áður gengið upp í fjall en aldrei farið langt í einu.
Við fórum alla leið upp að fossinum í þessu líka fína veðri. Við fossin er smá pollur sem að gaman er að vaða í. Ég óð út í skónum og fötunum og fékk mér smá frískandi sturtubað. Okkur systrum fannst sjálf fjallgangan mikið afrek og því þessi sælureitur alger bónus. Niðurleiðin var ekki bein auðveld sökum þess hve brattinn er mikill, en ég var þó með göngustaf sem munaði all verulega um.

Eftir hádegi komu Ásgeir og Ásdís og að sjálfsögðu Jónas og Makki líka. Jónas spilaði á harmonikkuna í Fjárhúsinu og kom það afar vel út. Við getum því alveg eins haldið tónleika ef að okkur langar til þess.

Þegar að þau voru farin kom svo annar hópur að skoða sýninguna en það er annars rólegt í sýningarhaldinu.
Ég er að prenta út fleiri sýningarskrár og get fylgst með úr kamesinu hvort að bílar komi heim á hlað. Svo er Katrín þarna úti að tálga spýtu.

Engin ummæli: