
janamariahaus
Originally uploaded by melong.
Í gær var haldið upp á Alþjóðadag kennara.
Við í Sandvíkinni fórum á fræðslufund um vímuefnavarnir og kynningu á neyslu ungmenna í Árborg. Það var afar fróðlegt og átti hann Álfgeir frá Rannsókn og greiningu aðal þátt í því.
Það eru ekki allir sem að geta greint frá tölulegum staðreyndum á lifandi hátt. Ég mæli með honum. Hann sagði bara það sem að skiptir máli.
Sunnlenska bókakaffið er eins árs í dag og verður dagskrá þar í dag af því tilefni.
Madömmurnar, besta antíkverslun á Íslandi, er opin til kl. 14 og kannski Alvörubúðin líka.
Ég er heima í dag við dútl og á kaffi en ekki með því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli